Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 18
Einar Már var alinn upp í nýju hverfi sem þá var austan við öll eðlileg borgarmörk í augum gróinna íbúa Reykjavíkur.Ævintýrin og sögurnar sem urðu í upphafi þeirrar veraldar eru kjarninn í fýrstu bókum hans. Nú hefur hann sjálfur reist sér hús í splunkunýrri veröld austan við tungl, og verður spennandi að sjá biblíusögurnar sem þaðan koma. I Eftirmála regndropanna er því lýst hvernig regnið ýrir, drýpur, fellur, streymir og fossar niður. Það verður jarðskjálfti, það verður stormur, það verða þrumur, eldingar og flóð — náttúruöflin hafa losnað úr læðingi, náttúran er stjórnlaus. . . . Allt verður þetta vatn á myllu frásagnanna, því hvað gerir fólk þegar óskapnaðurinn er orðinn slíkur að vatnið er að leggja undir sig jörð, loft og eld? Það sem það gerir er að leita að viti í vitleysunni og merkingu finnur það í sögum.... I verkum Einars Más er urmull vísana í bókmenntir, en flestar þeirra má rekja til eins hinna miklu sagnasafna heimsins, nefnilega til biblíunnar. Dagný Kristjánsdóttir (1990) En í eftirfarandi viðtali tölum við ekki um framtíðina heldur fortíðina. Enginn sem hefur heyrt Einar Má lesa upp gleymir sérkennilegri framsetn- ingunni, hárri röddinni og syngjandi hreimnum, en hann heyrist ekki þegar hann talar. Rödd hans er þó há og hljómmikil, stundum nokkuð yfirgnæf- andi. Hann á létt með hlátur og beitir hikorðum hiklaust meðan hann leitar að nákvæmlega réttu orðunum; þarna, semsé, nú og sko slá taktinn í samtalinu þó að sá taktur heyrist sjaldan í ritmálinu. „byltingin betrekkt herbergi í höfðinu“ Til eru þeir vinir þínirfrá árum áður, Einar, sem segjast frekar hafa átt von á því að þú yrðir pólitíkus en rithöfundur, þú hafir verið svo virkur og klókur í pólitískri baráttu á vinstri kantinum á menntaskóla- og háskólaárunum. „Menn töluðu um það í Fylkingunni að verða atvinnubyltingarmenn, og hugsunin bak við það að vera atvinnubyltingarmaður og atvinnurithöfund- ur er ekki svo ólík að öllu leyti. Þetta að skapa sér tilveru í vissri mótsögn við samfélagið, þó bæði höfundurinn og byltingarmaðurinn séu afurð hins borgaralega þjóðfélags og geti ekki án þess verið. f Fylkingunni töluðum við ekki um að verða pólitíkusar. Stjórnmálaframi var okkur framandi, og í rauninni höfðu menn ekki neinn áhuga á pólitísk- um afskiptum mínum fyrr en eftir að ég hætti þeim. Stjórnmálaflokkarnir eru eins og rjómatertur. Munurinn á milli þeirra eru mismunandi hlutföll rjóma og sultu. Það var alltaf litið á okkur sem öfgafulla minnihlutamenn, 12 TMM 1995:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.