Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 19
og við elskuðum að vera í minnihluta! Það hefði komið flatt upp á okkur ef einhver hefði stutt okkur. Svo var hægt að vera í minnihluta innan minni- hlutasamtakanna. Því þetta voru klofningstímar þvers og kruss.“ Hvaða tíma ertu þá að tala um? „Ja, ef ég á að segja í stuttu máli söguna af minni pólitísku afskiptasemi þá gekk ég í Fylkinguna fimmtán-sextán ára, um 1970, og náði í skottið á því sem kallað var „aðgerðatímabilið“. Það var talsvert um pólitískar aðgerðir ennþá á þeim tíma og einnig lifðu í sagnaminninu sögur af íyrri aðgerðum, frægum aðgerðum, sem ég átti síðar eftir að nýta mér á ákveðinn hátt. Samtök eins og Fylkingin þróuðust og breyttust, en það var viss kjarni innan hennar sem hafði ennþá tengsl við þessa fortíð. En strax upp úr 1972 komu inn nýir hópar, fyrst heittrúarmenn frá Noregi, bindindismenn með bak- poka og Maósítöt á hraðbergi, og þeir vildu agareglur og hötuðu anarkism- ann. Þá verður að hafa í huga að á þeim tíma litu margir á Fylkinguna sem spillingar- og eiturlyfjabæli. Það er alrangt þó margir hafi þekkt lyktina af kannabisefnum og mikið umburðarlyndi hafi ríkt gagnvart þeim sem voru blautir. En þegar þessi agaöfl ná yfírhöndinni eru búnir til staðlaðir leshringir og öll hugsun steypt í svipað mót. Allar greinar byrjuðu á marxískum inngangi sem einna helst líktist faðirvorinu. Og þó að trotskíistarnir, sem síðar tóku völdin og komu ffá Svíþjóð eins og Glámur, væru ekki jafn kreddufullir voru þeir svo gáfaðir að þeir gátu gert ágreining út af öllu, jafnvel svínarækt í Sovétríkjunum árið 1928. Við þetta brotnaði allt frumkvæði niður og ímyndunaraflið úr Cohn-Benditbræðra anarkismanum rauk út í veður og vind. Við þetta breyttist Fylkingin úr því að vera lifandi samtök sem skiptu sér af öllu sem hægt var að skipta sér af í lokaðan klúbb þar sem menn lögðu meira upp úr því að hafa á réttu að standa. Þetta einkaleyfi á sannleikanum fór frekar illa við þann anarkisma sem í mér býr, einkum það að menn gætu sett fram einhver sjónarmið á abstrakt hátt og endanlega afgreitt málið. Þess vegna fjarlægðist ég smám saman þá veröld.“ í Ijóðabókunum þínum má sjá uppgjör við pólitíska fortíð. „Eg vil ekki kalla það uppgjör. Ég þarf ekki að gera upp við veru mína í Fylkingunni, ekki frekar en veru mína í KFUM. En það er rétt, ég tekst á við þessa fortíð, einkum í Sendisveinninn er einmana, og þá einna helst upp- gjöfína gagnvart leitinni. En þegar ég var um tvítugt lá eklcert ljóst fyrir hvert hugur stefndi. Þó hafði ég mikinn áhuga á skáldskap og sá margt fýrir mér sem skáldskap. En maður fór kannski fremur dult með það og hugsaði lítið um hvað maður yrði. Vildi bara vera ungur og frjáls sem lengst. Sá andi sem hafði ríkt í Fylkingunni átti sér líka vissar hliðstæður í skáldskapnum, til dæmis í ljóðum Geirlaugs Magnússonar og Dags Sigurðar- sonar og sögum Guðbergs Bergssonar. Ljóð Sigfúsar Daðasonar og Þorsteins TMM 1995:2 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.