Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 24
í hinum sögunum. Meira einfaldar litríkar hversdagssögur. Og ég skemmti
mér býsna vel við að semja þær.“
En líturðu þá á þær sem tilraun sem þú sért búinn að gera og hafir horfiðfrá
aftur?
„Nei, ég lít svo á að allar þessar aðferðir séu gildar. Maður lærir af hverju
verki og segir eins og Megas: Ekkert er útilokað, allt getur mögulega gerst.
Ég á voðalega erfitt með að hugsa sjálfan mig í einhverjum tímabilum eða
aðferðum. Ég hef ákveðna sögu eða ákveðinn heim sem ég vil koma til skila
og reyni að gera það eins vel og ég get. En maður býr ekki til einhver
tæknibrögð og brellur fyrirfram — maður vinnur ekki svoleiðis. Ef ég gæti
búið til skáldskap með þeim hætti þá hugsa ég að ég hefði orðið verkfræð-
ingur. Maður hellir sér bara út í óreiðuna sem söguheimurinn er.
Saga byrjar venjulega sem óljóst hugboð og síðan þarftu að vinna þar til
heimur hennar stendur á eigin fótum. Oftast nær kemstu að því að þú hefur
byrjað á sjöundu hæðinni, svo verða hinar svona smám saman til. Bók-
menntafólk nálgast ritlist höfunda oft eins og þeir hafi búið til eitthvert
módel sem þeir skrifi inn í og út frá. Ég held að módelið verði frekar til eftirá.
Og þar kemur til þetta sem ég lít á sem grunnþátt í bókmenntunum, þekking
og innsæi, smíðisgripurinn og tilfinningin í honum. Þetta tvennt þarf að
haldast í hendur í sagnalist höfunda. Við þekkjum það, ekki síst úr okkar
heimshluta, að það eru til bókmenntir sem eru bara skrifaðar út frá því sem
á grannmálunum heitir „kundskab“. Þá vantar gredduna í textann. En þetta
er jafnvægi sem ekki er hægt að finna með einhvers konar baðvigt bókmennt-
anna. Þetta er kokkteill sem einhver ósýnilegur barþjónn hefur hrist. Og ekki
hægt að fá neinn haus eða sporð á það mál! En ég held að maður reyni að
vinna sem slíkur. Svo veit maður ekkert hvernig hann meltist hjá öðrum.
Tímarnir eru mjög mismóttækilegir fyrir því sem höfúndar gera. Það sem
menn eru hrifnir af strax kann að eldast illa, en svo er sumt sem kemur eins
og seigfljótandi hraun og vinnur sér sess smám saman.“
Hann er maður sem kemur á óvart, hann Einar Már, og nú lýstur hann mann
ennþá einu sinni furðu með gjósandi eldfjallssögu um þá tíð þegar heimsbylt-
ingin stóð fyrir dyrum á undralandinu í Norður-Atlantshafi.
Peter Gregersen (um Rauða daga, 1991)
Kímnin sýður og vellur í sögunni. Hún hefur þessi sérstöku barokkeinkenni
sem maður freistast til að kenna við Norður-Atlantshafssvæðið. Það er gott að
lesa hana af því einu hvað hún er skemmtileg.
Preben Meulengracht (um Rauða daga, 1991)
18
TMM 1995:2