Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 24
í hinum sögunum. Meira einfaldar litríkar hversdagssögur. Og ég skemmti mér býsna vel við að semja þær.“ En líturðu þá á þær sem tilraun sem þú sért búinn að gera og hafir horfiðfrá aftur? „Nei, ég lít svo á að allar þessar aðferðir séu gildar. Maður lærir af hverju verki og segir eins og Megas: Ekkert er útilokað, allt getur mögulega gerst. Ég á voðalega erfitt með að hugsa sjálfan mig í einhverjum tímabilum eða aðferðum. Ég hef ákveðna sögu eða ákveðinn heim sem ég vil koma til skila og reyni að gera það eins vel og ég get. En maður býr ekki til einhver tæknibrögð og brellur fyrirfram — maður vinnur ekki svoleiðis. Ef ég gæti búið til skáldskap með þeim hætti þá hugsa ég að ég hefði orðið verkfræð- ingur. Maður hellir sér bara út í óreiðuna sem söguheimurinn er. Saga byrjar venjulega sem óljóst hugboð og síðan þarftu að vinna þar til heimur hennar stendur á eigin fótum. Oftast nær kemstu að því að þú hefur byrjað á sjöundu hæðinni, svo verða hinar svona smám saman til. Bók- menntafólk nálgast ritlist höfunda oft eins og þeir hafi búið til eitthvert módel sem þeir skrifi inn í og út frá. Ég held að módelið verði frekar til eftirá. Og þar kemur til þetta sem ég lít á sem grunnþátt í bókmenntunum, þekking og innsæi, smíðisgripurinn og tilfinningin í honum. Þetta tvennt þarf að haldast í hendur í sagnalist höfunda. Við þekkjum það, ekki síst úr okkar heimshluta, að það eru til bókmenntir sem eru bara skrifaðar út frá því sem á grannmálunum heitir „kundskab“. Þá vantar gredduna í textann. En þetta er jafnvægi sem ekki er hægt að finna með einhvers konar baðvigt bókmennt- anna. Þetta er kokkteill sem einhver ósýnilegur barþjónn hefur hrist. Og ekki hægt að fá neinn haus eða sporð á það mál! En ég held að maður reyni að vinna sem slíkur. Svo veit maður ekkert hvernig hann meltist hjá öðrum. Tímarnir eru mjög mismóttækilegir fyrir því sem höfúndar gera. Það sem menn eru hrifnir af strax kann að eldast illa, en svo er sumt sem kemur eins og seigfljótandi hraun og vinnur sér sess smám saman.“ Hann er maður sem kemur á óvart, hann Einar Már, og nú lýstur hann mann ennþá einu sinni furðu með gjósandi eldfjallssögu um þá tíð þegar heimsbylt- ingin stóð fyrir dyrum á undralandinu í Norður-Atlantshafi. Peter Gregersen (um Rauða daga, 1991) Kímnin sýður og vellur í sögunni. Hún hefur þessi sérstöku barokkeinkenni sem maður freistast til að kenna við Norður-Atlantshafssvæðið. Það er gott að lesa hana af því einu hvað hún er skemmtileg. Preben Meulengracht (um Rauða daga, 1991) 18 TMM 1995:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.