Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 25
Áður en við förum í næsta kafla langar mig að spyrja um eitt: Afhverju er aðalpersóna Rauðra daga stúlka? „Ja, bara af því að þetta var stúlka! Rauðir dagar eiga sér langan aðdraganda sem saga. Fyrstu drögin að henni urðu til tíu árum áður en hún kom út. Þá hafði ég eingöngu áhuga á þessu búrleska í sögunni, ætlaði að hafa hana alla í götuvígjum sem enginn vissi hvernig voru til komin og þjóðfélagslegum furðum. Þá var stúlkan allt öðruvísi, meiri fígúra, gekk um í kjólfötum með appelsínugul veiðihár eða eitthvað álíka. Og líka strákurinn sem síðar varð að Eiríki í sögunni. En smám saman varð sagan raunsærri í huga mínum. Sögurnar sem sagðar eru í Rauðum dögum hafði ég bæði heyrt og séð og upplifað og þessi tími sat í mér eins og unglingsárin gera oft. Ég mundi vel þennan atvinnuleysistíma, stóra verkfallið þegar mjólkin komst ekki í bæinn, fólksflóttann frá landinu til Svíþjóðar og Ástralíu, átökin í þjóðfélaginu sem tengdust líka baráttunni gegn herstöðvunum og Víetnamstríðinu og þá róttæku menningu sem birtist bæði í tónlist og ljóðlist og ýmiskonar uppá- komum sem allavega ég og mínir kunningjar vorum mjög opnir fyrir. Já. Svo las maður sögurnar sem menn fóru að skrifa um 1980 og á níunda áratugnum og gera upp við þessa tíma. Mér fannst þær yfirleitt hafa tvo veildeika — sem í augum annarra var kannski styrkur: mér fannst þær alltof prívatíseraðar. Menn hugsuðu „hvað varð um mig í öllu þessu?“ Og þó þeir væru að fjalla um samfélagsleg vandamál þá urðu sögurnar sjálfhverfar og gengu allar út á eitthvað svona „af hverju rættust draumar okkar ekJci, hví sitjum við hér svona vonsvikið miðaldra fólk?“ Það hefði auðvitað orðið hrein skelfmg ef allir þessir draumar hefðu ræst! Mér fannst menn gleyma öllum atvikunum sem gerðust, ekki horfa á það sem mér fannst æsilegast, eða efni í æsilega frásögn frá þessum tíma. Það var einmitt þessi félagslegi grunnur og síðan þessar sjálfsprottnu uppákomur sem ég mundi best eftir. Og ég fór og kynnti mér þær betur, las alls konar blöð og tímarit sem löngu eru hætt að koma út og allir eru búnir að gleyma og skrifaði þetta sem eins konar skemmtisögu með ástarívafi. Ég var ekki að reyna að birta einhvern sannleika eða segja hvernig þetta var eða kafa ofan í hugsjónirnar á þennan hátt: hví urðu þær ekki að veruleika? Mér finnst það heldur ekkert áhugavert. Það sem heillaði mig meira var donkíkóta-elem- entið: að ráðast gegn öllum heiminum og ætla að sigra hann með afar fátæklegum vopnum! Eggjum og tómötum til dæmis. Síðan má ekki gleyma öllum þeim áhrifum sem menn urðu fyrir gegnum kvikmyndir. Kvikmyndaklúbbarnir voru að sýna manni unglingnum God- ard og Kurosawa og Rocha og Milos Forman. Árshátíð slökkviliðsmannanna er ennþá ein af mínum uppáhaldsmyndum. Svo var ýmis merkileg menn- TMM 1995:2 19 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.