Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 28
mína í bókmenntafræði um Eyðilandið. Það er einhver tónn í Eliot sem ég
næ góðu sambandi við. Svo er ég hrifinn af mörgum skáldsagnahöfimdum
af yngri kynslóð, Graham Swift er góður, sérstaklega Waterland eftir hann,
Salman Rushdie og þá sérstaklega Midnight Children, sumu er ég hrifinn af
hjá Martin Amis, Timothy Mo, Kazuo Ishiguro og Julian Barnes sem mér
þykir einna frumlegastur.
í tengslum við bókmenntanámið við HÍ las maður D. H. Lawrence, E. M.
Forster, Joyce og eldri skáldsögur eins og Tristram Shandy eftir Sterne. Og
svo eru það náttúrlega Bítlarnir! Þeir eru einir af mínum helstu áhrifavöld-
um!
Nú hefur mér verið boðið að vera með í bók í Bretlandi þar sem þeir ætla
að fara að gefa út „magical realism", töfraraunsæi úr norðrinu. Það er
prófessor sem heitir Glyn Jones að vinna að því máli, hann hefur þýtt
Heinesen á ensku, og hann veit að töfraraunsæið var mun fyrr á ferðinni hér
en víða annars staðar.“
Þó fæðingarvottorð skáldsögunnar sé í Evrópu og skáldsagan oft talin evrópsk
listgrein, er athyglisvert að sú endurnýjun sem átt hefur sér stað í sagnalist
síðustu áratuga kom ekki nema að takmörkuðu leyti þaðan: í mörgum Evrópu-
löndum var nýraunsæið svarið við kreppu skáldsögunnar en á sama tíma var
merki skáldskaparins hafið á loft í löndum „þriðja heimsins“, fyrst og fremst í
Suður-Ameríku. Þaðan var flóðbylgju nýrrar frásagnarlistar hrundið af stað. Þó
hljóta margar þeirra nýjunga sem suðuramerískir rithöfundar hafa verið taldir
fulltrúar fyrir að hafa komið norrænum sagnameisturum, einsog Halldóri Lax-
ness og William Heinesen, býsna kunnuglega fyrir sjónir.
„Hin raunsæja ímyndun." (TMM 1990:2)
Áttu eftirlætisskáld á Norðurlöndum?
„Það eru margir ótrúlega góðir höfundar að skrifa á Norðurlöndum núna.
Mér er gjarnt að líta á mig sem norrænan höfund og líta svo á að við höfundar
á Norðurlöndum höfum mjög sterka hefð á bak við okkur. í íslendingasög-
unum, fornaldarsögum Norðurlanda, Eddukvæðum og Snorra og alveg til
hinna sígildu nútímahöfunda, Ibsens, Hamsuns, Strindbergs, Johannesar V.
Jensens, Laxness og Heinesens. Það hefur líka verið gróska í ljóðagerð og
ýmis skáld höfða sterkt til mín, til dæmis Henrik Nordbrandt. Á seinni árum
hafa orðið til stórvirki eins og Jólaóratórían eftir Tunström og Fyr og flamme
eftir Kjartan Flögstad. Skáldsagan sem ég er að lesa núna heitir Hilmar
Iversens ensomhet og er eftir Jan Jakob Tonseth, mjög góð saga um komm-
únista sem berst í Spánarstríðinu. Nokkrar bækur hafa orðið vinsælar utan
22
TMM 1995:2
j