Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 28
mína í bókmenntafræði um Eyðilandið. Það er einhver tónn í Eliot sem ég næ góðu sambandi við. Svo er ég hrifinn af mörgum skáldsagnahöfimdum af yngri kynslóð, Graham Swift er góður, sérstaklega Waterland eftir hann, Salman Rushdie og þá sérstaklega Midnight Children, sumu er ég hrifinn af hjá Martin Amis, Timothy Mo, Kazuo Ishiguro og Julian Barnes sem mér þykir einna frumlegastur. í tengslum við bókmenntanámið við HÍ las maður D. H. Lawrence, E. M. Forster, Joyce og eldri skáldsögur eins og Tristram Shandy eftir Sterne. Og svo eru það náttúrlega Bítlarnir! Þeir eru einir af mínum helstu áhrifavöld- um! Nú hefur mér verið boðið að vera með í bók í Bretlandi þar sem þeir ætla að fara að gefa út „magical realism", töfraraunsæi úr norðrinu. Það er prófessor sem heitir Glyn Jones að vinna að því máli, hann hefur þýtt Heinesen á ensku, og hann veit að töfraraunsæið var mun fyrr á ferðinni hér en víða annars staðar.“ Þó fæðingarvottorð skáldsögunnar sé í Evrópu og skáldsagan oft talin evrópsk listgrein, er athyglisvert að sú endurnýjun sem átt hefur sér stað í sagnalist síðustu áratuga kom ekki nema að takmörkuðu leyti þaðan: í mörgum Evrópu- löndum var nýraunsæið svarið við kreppu skáldsögunnar en á sama tíma var merki skáldskaparins hafið á loft í löndum „þriðja heimsins“, fyrst og fremst í Suður-Ameríku. Þaðan var flóðbylgju nýrrar frásagnarlistar hrundið af stað. Þó hljóta margar þeirra nýjunga sem suðuramerískir rithöfundar hafa verið taldir fulltrúar fyrir að hafa komið norrænum sagnameisturum, einsog Halldóri Lax- ness og William Heinesen, býsna kunnuglega fyrir sjónir. „Hin raunsæja ímyndun." (TMM 1990:2) Áttu eftirlætisskáld á Norðurlöndum? „Það eru margir ótrúlega góðir höfundar að skrifa á Norðurlöndum núna. Mér er gjarnt að líta á mig sem norrænan höfund og líta svo á að við höfundar á Norðurlöndum höfum mjög sterka hefð á bak við okkur. í íslendingasög- unum, fornaldarsögum Norðurlanda, Eddukvæðum og Snorra og alveg til hinna sígildu nútímahöfunda, Ibsens, Hamsuns, Strindbergs, Johannesar V. Jensens, Laxness og Heinesens. Það hefur líka verið gróska í ljóðagerð og ýmis skáld höfða sterkt til mín, til dæmis Henrik Nordbrandt. Á seinni árum hafa orðið til stórvirki eins og Jólaóratórían eftir Tunström og Fyr og flamme eftir Kjartan Flögstad. Skáldsagan sem ég er að lesa núna heitir Hilmar Iversens ensomhet og er eftir Jan Jakob Tonseth, mjög góð saga um komm- únista sem berst í Spánarstríðinu. Nokkrar bækur hafa orðið vinsælar utan 22 TMM 1995:2 j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.