Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 40
Thor Vilhjálmsson
Á ametýstoddi öldunnar
Svimhátt lá hann á bakinu og barst á ametýstoddi öldunnar (á brun-
andi skriði undir rjúkandi skýjum) hvassbeittum sem broddskar ögn
til hliðar við mjóhrygginn í ofvæni andartaksins, þegar allt vatzt úr
íjórðu vídd tímans, og er kyrrt í hinum víddunum þremur: svo öskrið
verður myndfast; og hann þannig með fætur á lofti og hendurnar í
jafnvæginu, á þessum molnandi tindi glærum, sem verður gler fyrir
vatn; gimsteinn þó fremur í hátíðniskurði svo svimhraðrar hreyfingar
að skynjast sem standandi kyrr; og svo stutt bil tíma að mælist ekki,
nema sem eilífð; svo skammvinn sem væri ævarandi; og hangir þar,
og hvolfir ein manneskja upp í himin og ský stormsins og fastneglda
fugla á bálsins væng, með augu hans viðskila festi af glærum söltum
perlum gagnsæjum; blá svo blá, í niflheljarfrosti vitundarspennunnar
í þessari angist; og hefur þó sem hliðsjón væri á smaragðgræna
skyggnifleti á píramíðahlíðum þessara sæturna; og eru skaraðir líktog
ógagnsæjum gluggum randstæðum og hrjúfköntuðum sem skára
hver annan, og skera næstum því fugl og fugl; eða skæru, færi allt aftur
af stað úr þessum kyrrfrysta dauða; ef ekki væri líf utan um hann.
Og sá dauði einsog stormstilla í bálinu miðju; logn innst í hvirflin-
um; röstin grenjandi í kring, kjarni ef ekki gat í miðju eirðarleysinu,
sem er líf.
Og í lofti hangir hvítur salli, þurrrokin ef væri úr splundruðum
toppum í hálofti öldutindanna; mylsna fín í dölum sem hafði sargazt
úr földum þeirra.
Sýluð skip í fjarska, með gulan og rauðbrúnan reykslóða í mjólkur-
hvítu ljósi, nærri græntónuðu, meira en mjöll; og hnoðbjarma loftsins
íturspennt lögðust lasergeislar að leita mannsins, til að stegla hann í
krosslausa kyrrð (því tími var og er og verður, hvert sem hann stefnir,
verður hraðbreyttur mest eða seinaður, og færður í aðra átt, og hann
hugsar sig á móti straumi frá fossinum sem bíður); og hindra hann
34
TMM 1995:2