Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 50
ástunda leit að sannleikanum. Meðal slíkra kvæða eru ádeilur á presta og
kirkjuvald hvað fyrirferðarmestur flokkur og fetar þessi fulltrúi nýróman-
tíkur þar dyggilega í fótspor Brandesarkynslóðarinnar. Má minna á „Hrafna-
móðurina“ í Svörtum fjöðrum eða enn heiftúðugra dæmi, „Útburðinn11, í
Kvceðum:
Eg fæddist um niðdimma nótt.
Minn naflastreng klerkurinn skar,
og kirkjunnar rammasta rún
var rist á þann svip, er hann bar.
Eg grét undir hempunni hans,
uns háls minn var snúinn úr lið.
Eg er barnið, sem borið var út,
sem var bannfært í móðurkvið.
Og sælt er að sjúga það blóð,
er sauð við nautnanna bál
í brjósti hins bölvaða manns,
sem bannfærði óskírða sál,
sem barnið sitt bar út í skafl
til að bjarga tign sinni og kjól,
sem glitrar við altari guðs
í geislum frá lyginnar sól.18
Það er áberandi hve mjög kirkju- og prestaádeilur Davíðs beinast að kaþ-
ólskum fyrirbærum eins og klausturlífi. Má þar nefna kvæðið „Nunnuna“ í
Svörtum fjöðrum eða „Söng loddarans“ í Kveðjum (1924). Sama andúð á
kaþólskum boðum og bönnum gegnsýrir leikritið Munkana á Möðruvöllum
(1926) og rétttrúnaðarkirkjan fær sinn skerf í „Rússneskum presti“:
Hann er eins og lygi frá liðinni öld,
sem lifir í fólksins munni,
finst hann hafa sín fornu völd,
sem fortíðin laut og unni,
vill krefja alla um kirkjugjöld,
þó kirkjan sé rifin að grunni.
Hann er hin stirðnaða, steinda sál,
sem starir með glyrnum rauðum,
er hættur að skilja mannamál
og miðla sjúkum og snauðum,
vill lífga kirkjunnar kvalabál
og keisarann vekja frá dauðum.
44
TMM 1995:2