Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 53
Að utan heyri eg miOjónir manna kalla,
á morgunroðann, á daginn, sem frelsar þá.
Allt kvæðið er heiftúðug ádeila á misskiptingu auðs og lífsins gæða:
Hvar eiga mennirnir málsverð sinn að taka?
Milljónir svelta... Kornhlaðan er læst.
Og því lýkur svo:
Frá þeirri ríkjandi reglu enginn hopar,
að raka og safna, uns hlaða hans er full,
og alla vöru, sem keypt var fyrir kopar,
vill kaupandinn aðeins selja fyrir gull.
Sé gróðavon að geyma hinn mikla forða,
þá græðir hann mest og sveltir heila þjóð.
Við hlöðuveggina verða menn hungurmorða.
Vatnið á myllu hans — er blóð.24
I sömu ljóðabók er kvæðið „Vökumaður, hvað líður nóttinni?“ Þar verður
ekki betur séð en skáldið vænti þjóðfélagsbyltingar á næstu dögum:
Brothljóð. Brothljóð. Borgir falla.
Básúnur gjalla.
Gullið er borið í bræðsluofna.
Það brestur í hlekkjum. Hásæti klofha.
Óp, hróp, æðandi lýðir.
Umbrot... Fæðingarhríðir.
Hinn feyskni stofn er stýfður að rótum.25
Þrátt fyrir alþýðudýrkun Davíðs og jafnaðarhugmyndir kemur það fullvel
fram víða í kvæðum hans að í raun heyrir hann yfirstétt til og horfir úr
nokkrum fjarska á alþýðu. Dæmi um slíka afstöðu eru t.a.m. kvæði eins og
„Konan, sem kyndir ofninn minn“ eða „Lofíð þreyttum að sofa—“ Að þessu
leyti er staða Davíðs svipuð afstöðu ýmissa lýðforingja á 19. öld sem sjálfir
komu úr röðum yfirstétta en blöskraði misskipting heimsins gæða og tóku
að berjast fyrir jöfnuði.
Þó að engin síðari ljóðabóka Davíðs sé jafnpólitísk og / byggðutn hélt hann
áfram að deila á stjórnmálafyrirbæri. Þannig sendi hann nasismanum og
Þriðja ríkinu ádrepur á sínum tíma. Hann deildi hart á stríðsgróðafíkn
íslendinga og á dögum kalda stríðsins sendi hann stórveldunum í austri og
vestri hvöss skeyti. I kvæðinu „Til friðarráðstefnu í London (1946)“ deilir
hann á vopnatrú og boðar hugsjónir friðar. Auk þess orti hann ádeilur á
flokksræði og skrifræði.
TMM 1995:2
47