Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 64
Sem grét af reiði og blygðun vegna frænku minnar sem lenti í Kananum. — Aldrei hélt ég að ég þyrfti að verða vitni að því að kona mér skyld lifði af kroppnum á sér. — Pabbi, — pabbi minn aftur á móti á ættföður sem drap af sér þrjár frjósamar eiginkonur og það þótt hann hefði þær ekki einhlítar. Börn átti hann fleiri en hann vissi og þau báru mörg föðurnöfn. Pabbi er líka kominn út af Skúla fógeta. Það er Davíð Oddsson einnig og má einu gilda. Og hér sit ég, afkomandi Skúla fógeta, bastarður svo langt aftur sem íslandssagan nær, og á líf mitt, persónu, og velferð barnanna minna undir þessum unga, mátulega manni. Eitt andartak horfumst við í augu yfir borðið, og hann er svo góður, svo velmeinandi og góður, að vorkunnsemi hans með glataðri sjálfs- virðingu minni nær þetta andartak yfir ókortlagt úthafið milli okkar. Eitt andartak. Svo: — Þú hefur ekki reynt að ræða stöðu mála við fyrrverandi eiginmann þinn? — Þar kom það loksins. Eins og mig grunaði. Vinir og vandamenn. Fyrrverandi, ef ekki vill betur til. Ef hann bara vissi — vissi hvernig hægt er að týna fólki, rétt eins og hlutum, sem þú hefur í vangá og flýti augnabliksins skilið eftir hér og þar á glámbekkjum tilverunnar. Og það þér. Kannski veit hann það. Kannski trúir hann í bjartsýni hlutverks síns að hægt sé að endurheimta það allt í einhverri dularfullri deild fýrir óskilamuni. — Nei — segi ég, — til hvers svosem? Hann ... — og gleypi öll ósögðu orðin sem á þessum stað yrðu kölluð „úr jafnvægi-neikvæðni — móðursýki.“ Hann. Föður barnanna minna. Hann sem les fyrir mig launaseðlana sína, skattframtal síðasta árs og allar ógreiddu skuldirnar þegar ég spyr hvort hann ætli að leggja börnunum til eins og eina skó þegar skólarnir byrja. — Til hvers heldurðu að ég borgi meðlag — í hvað eyðirðu þessu eiginlega? — spyr hann sárhneykslaðri röddu, og endar allar sínar ræður á lokasetningunni: — Þú ert staðráðin í að koma mér endanlega 58 TMM 1995:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.