Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 67
Úrræðin hans, ráðgjafans sem bjargvætturinn minn fékk okkur til gagnkvæmrar liðveislu. Maður með svör og úrræði og tillögur. Lærður maður. Góður maður. Ég hefði auðvitað ekki átt að segja það, — ekki að rjúka svona upp eins og ég gerði. Því hverju skiptir það nokkurn mann að vita hve mig verkjar í brjóstin hvert sinn sem ég hugsa um litla kroppinn sem liggur undir skemmdum í moldinni svo undarlega hólpinn? Sem enginn þarf framar að leggja vinnu í að bjarga, sem enginn þarf framar að finna húsaskjól fyrir eða hugleiða hvort sé betur borgið annars staðar. Nei, ekki að hugsa um það. Bara greikka sporið, horfa undan birtunni og leiða hjá sér augnatillit samferðarfólksins: fertug, út- jöskuð kona yfir kvarða í kerfinu, í gömlum jogginggalla frá Mæðra- styrksnefnd grátandi á hlaupum í vorblíðunni. Og ég hleyp uns ég slepp upp í tröppurnar sem liggja að dyrunum á því sem er heim. Brattar og skörðóttar rétt eins og líf mitt og skæld útidyrahurðin í fullu samræmi. Hann bíður fyrir utan húsið við máttleysislega tilburði við að dytta að girðingunni; lítur út undan sér í áttina til mín. Athugull, rannsak- andi. Ekkert fer framhjá honum þótt hann láti ekki á neinu bera. Húseigandinn. Leigusali minn. Vænsti kall, segja allir, einmana, barngóður maður, sem leggur mikið upp úr mannlegum samskiptum. — Mannlegu samskiptin — segir hann gjarnan — þau skipta öllu. Skipta meira máli en gjalddagar, lekir kranar og ógreiddir hitaveitu- reikningar þegar öllu er á botninn hvolft. Mannleg hlýja, — hún skiptir aftur á móti öllu. Hún er margra ógreiddra reikninga virði væna mín. Mannlega hlýjan. — — Verðurðu heima í kvöld? spyr hann varfærnislega og læst ekki sjá útgrátið, rykugt andlit mitt. Ég þegi, höndin dofin á hurðarhandfanginu og búin að gleyma hvar ég stakk lyklinum niður. — Gerir ekkert — segir hann, — ég verð að dunda mér hér áfram eitthvað framyfir hádegið. Þú lætur mig kannski vita. Hvort þú verðir heima alltsvo. — Gefur girðingunni eitt dangl til viðbótar með hamrinum og bætir TMM 1995:2 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.