Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 67
Úrræðin hans, ráðgjafans sem bjargvætturinn minn fékk okkur til
gagnkvæmrar liðveislu. Maður með svör og úrræði og tillögur. Lærður
maður. Góður maður.
Ég hefði auðvitað ekki átt að segja það, — ekki að rjúka svona upp
eins og ég gerði. Því hverju skiptir það nokkurn mann að vita hve mig
verkjar í brjóstin hvert sinn sem ég hugsa um litla kroppinn sem liggur
undir skemmdum í moldinni svo undarlega hólpinn?
Sem enginn þarf framar að leggja vinnu í að bjarga, sem enginn þarf
framar að finna húsaskjól fyrir eða hugleiða hvort sé betur borgið
annars staðar.
Nei, ekki að hugsa um það. Bara greikka sporið, horfa undan
birtunni og leiða hjá sér augnatillit samferðarfólksins: fertug, út-
jöskuð kona yfir kvarða í kerfinu, í gömlum jogginggalla frá Mæðra-
styrksnefnd grátandi á hlaupum í vorblíðunni.
Og ég hleyp uns ég slepp upp í tröppurnar sem liggja að dyrunum
á því sem er heim. Brattar og skörðóttar rétt eins og líf mitt og skæld
útidyrahurðin í fullu samræmi.
Hann bíður fyrir utan húsið við máttleysislega tilburði við að dytta
að girðingunni; lítur út undan sér í áttina til mín. Athugull, rannsak-
andi. Ekkert fer framhjá honum þótt hann láti ekki á neinu bera.
Húseigandinn. Leigusali minn.
Vænsti kall, segja allir, einmana, barngóður maður, sem leggur
mikið upp úr mannlegum samskiptum.
— Mannlegu samskiptin — segir hann gjarnan — þau skipta öllu.
Skipta meira máli en gjalddagar, lekir kranar og ógreiddir hitaveitu-
reikningar þegar öllu er á botninn hvolft. Mannleg hlýja, — hún
skiptir aftur á móti öllu. Hún er margra ógreiddra reikninga virði
væna mín. Mannlega hlýjan. —
— Verðurðu heima í kvöld? spyr hann varfærnislega og læst ekki
sjá útgrátið, rykugt andlit mitt.
Ég þegi, höndin dofin á hurðarhandfanginu og búin að gleyma hvar
ég stakk lyklinum niður.
— Gerir ekkert — segir hann, — ég verð að dunda mér hér áfram
eitthvað framyfir hádegið. Þú lætur mig kannski vita. Hvort þú verðir
heima alltsvo. —
Gefur girðingunni eitt dangl til viðbótar með hamrinum og bætir
TMM 1995:2
61