Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 75
Wolfgang Schiffer Tveggja manna tal (Der Bericht) Allir kannast við þetta: að heyra mannamál án þess að geta heimfært raddirnar upp á ákveðnar persónur. Ég minnist þess líka að hafa heyrt raddir þeirra í friðsæld veitingagarðsins, áður en ég kom auga á þá, það er að segja, ég nam slitur úr samtali sem ég gerði ráð fyrir að færi fram milli tveggja manna er sátu við nálægt borð: Að hann hafi komið askvaðandi inn á veitingastaðinn og ávarpað hana umbúðalaust, kvað önnur röddin, og hin gall við í spurnartón: Hvaða veitingastað? en svarið, ef um nokkurt svar var að ræða, drukknaði í drunum frá vörubíl sem ók hjá, og þegar loks vélargnýrinn hafði fjarað út, ríkti aítur kyrrð. Ekki fyrr en ég hafði fært frá borðinu járnstólinn sem ég sat á, þannig að grannborðið kom í ljós undan voldugum eikarstofni, varð ég aftur áheyrandi. Auðvitað gat ég ekki úr því skorið hvort mennirnir tveir sem sátu þar til borðs hvor gegnt öðrum hefðu þagnað, meðan hávaðinn gekk yfir, eða hvort ég heyrði nú til þeirra af því einu að augu mín flyttu raddir þeirra til eyrna mér líkt og eftir ósýnilegum hljóð- leiðurum: Já, hann hafi komið askvaðandi og ávarpað hana strax á leiðinni inn. — Þetta má að minnsta kosti marka af framburði barkonunnar—, sagði sá sem sat hægra megin borðsins en ég gat samt ekki gjörla greint andlitið á, aukin heldur meira, af því að rennvot laufblöð á grein, sem stóð út úr trjástofninum neðarlega, byrgðu mér sýn. En hnakka hans, sem hékk sílspikaður yfir kragann á jakkanum og var í hrópandi ósamræmi við fremur skrækan málróm hans, sá ég glytta í gegnum trjálaufið. Hann, Mehlhaupt, mælti hinn svíradigri við viðmælandann beint á móti, geti rétt ímyndað sér hvernig það var: einhver hafí komið æðandi inn og heimtað: — Hlustaðu nú á! Ég held að ég noti konu mína og börn eingöngu sem varnarkerfi til að gera líf mitt bærilegt! — Barkonan hafi í fyrstunni ekki gefið neitt út á þessa yfirlýsingu en TMM 1995:2 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.