Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 76
brosað vingjarnlega til hans eins og hvers annars gests, án þess kannski að gera sér grein fyrir öllu því sem staðhæfingin fól í sér. Sá til hægri fór þess á leit við borðnaut sinn að hann velti þessu nánar fyrir sér, og Mehlhaupt, sem var holdgrannur og með barkakýli sem gekk upp og niður, líkt og hann væri stöðugt að kyngja einhverju, sagði: — Gjarna, það skal ég svo sannarlega gera, kæri Kronstadt — og innti eftir því með fremur hljómsterkri, syngjandi röddu, hver það væri sem í hlut ætti, og viðmælandinn, Kronstadt, svaraði sem svo að sér væri ókunn- ugt um það en hann væri aðeins að hafa eftir það sem barkonan hefði skýrt sér frá, er hann hafði, einu sinni sem oftar, skroppið inn á og svo framvegis. — Ég skil —, sagði Mehlhaupt og endurtók orðin. Því næst kallaði hann til þjónsins, sem beið þolinmóður fýrir framan kráar- gættina, og pantaði tvo hveitibjóra í viðbót á borðið. En nú gerðu þeir loks hlé á samtali sínu. Ég færði mér í nyt þessa stundarþögn til að öðlast gleggri yfirsýn yfir veitingagarðinn. — Við dyrnar, þar sem þjónninn hafði horfíð inn í veitingastofuna, stóðu upp við vegginn allmargir samanbrotnir járnstólar með rauðlituðum þverrimlum á, sumir þeirra reyrðir saman með mjóum keðjum og hengilásum. Og borðin í garðinum voru heldur alls ekki öll á sínum stað; flestum þeirra hafði verið ýtt þétt upp að ýmsum trjástofnum, til þess að laufkrónurnar veittu þeim skjól fyrir hugsanlegum regnskúr- um. Jarðvegurinn, sem virtist rétt vera farinn að þorna aftur eftir hellidembu, var markaður greinilegum fótsporum og förum eftir reiðhjól sem náðu frá garðshliðinu og allt upp að kráardyrunum. Auk mannanna tveggja voru þar aðeins tvö ungmenni, piltur og stúlka, sem virtust algerlega í sínum heimi. Og yfir öllu saman hvelfdist himinn með skýjaflókum sem bleik sól barðist án árangurs við að brjótast gegnum, svo hún mætti draga á langinn ótímabær endalok sumarsins. Nú gekk þjónninn aftur inn í garðinn, með útglennt hnén, líkt og þau hefðu svignað sundur, og bar mjöðinn á bakka. Ekki fyrr en veigarnar höfðu verið fram bornar og þeir kuinpánar dreypt á þeim, með gætni þó sakir froðunnar, tók Kronstadt aftur upp þráðinn. Barkonan hafi sem sagt innt gestinn eftir því hvers hann óskaði og hann hafí í framhaldi af því beðið um gosdrykk og spurt svolítið skömmustulega, hvort hún ætti ekki sérrí, því þetta væri jú vínstofa. 70 TMM 1995:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.