Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 81
Veistu hvernig það er að langa mest til að öskra? — Ha, hvað sögðuð þér? — Mér brá. Þjónninn stóð fyrir framan mig. — Ekki neitt... Hvers vegna? — Ég hélt að þér hefðuð sagt eitthvað, yður vantaði eitthvað, eða hvað? — Nei! Nei! — Hér er þá bjórinn, gjörið svo vel! Hann baetti einu strikinu enn á bjórspjaldið, skrítið hve léttilega hann handleikur kúlupennann, hugsaði ég af rælni, síðustu setning- una hafði ég líkast til látið út úr mér sjálfur, en hvers vegna? Ég mundi hana ekki lengur. í stað þess, meðan ég teygaði úr glasinu mjöðinn, beindi Kronstadt aftur máli sínu til Mehlhaupts: Glerið, sagði hann hlæjandi, glerið, það á, vegna alls þess sem hann hafði fyrir augum, eða spann upp í heila sínum, það á skyndilega að hafa bráðnað niður, þar til það var orðið líkast afskræmdri keilu sem sápukúlur stigu upp úr og ýmsir angar stóðu út úr, svo sem fótur og fótur á stangli, handleggur eða haus með sviðið hár, sviðna húð, og hann hafi þóst sjá sjálfan sig í einum af þessum hausum, og við hann var líklega tengd enn ein krumlan sem í örvæntingu eða af þrákelkni hafði hrifsað límugt klæði utan af einni konunni. Þá hafi hann tekið til fótanna á skræpóttu flísagólfi gangsins, og það hafi hann meira að segja ætlað að sýna barkonunni í verki, aumingja hann, hélt Kronstadt enn áfram fjálglega skrækróma, en henni hafi naumlega tekist að halda aftur af hinum ölvaða manni. Mér þótti allt í einu sem ég sæi hana standa fýrir framan mig, barkonuna, hún hafði lotið fram yfir borðið, þannig að sást inn um flegið hálsmálið á blússunni hennar, kringluleit, og opnaði munninn til hálfs við og við, annars þögul, og mælti öðru hverju slitrótt orð með hásri röddu, þannig stóð hún, í þessari bleiku blússu, í þessari daufu birtu, með leðurbuxurnar strengdar þétt upp að kviðnum og með höndina lagða blíðlega á handlegg hans. Nú var sólin tekin ögn að verma, ég hóf ölglasið á loft og skálaði fýrir henni og tæmdi úr því í einum teyg. Yfir glasbrúnina sá ég hvernig ský mjakaðist nær og þumlungaði sig áfram yfir daufa sólarskífuna, verst, tautaði ég í barm mér í þeim undrunarfulla beiskjutón sem ég kannast aðeins við hjá drukknu fólki, verst, verst að nú skyldi sumarið vera á ferð einu sinni enn, áður en veturinn kaffærir allar okkar vonir, þarna kemur þetta ský, einmitt þetta eina ský, og hrifsar sólina burt TMM 1995:2 75 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.