Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 81
Veistu hvernig það er að langa mest til að öskra? — Ha, hvað sögðuð
þér? — Mér brá. Þjónninn stóð fyrir framan mig.
— Ekki neitt... Hvers vegna? — Ég hélt að þér hefðuð sagt eitthvað,
yður vantaði eitthvað, eða hvað? — Nei! Nei! — Hér er þá bjórinn,
gjörið svo vel!
Hann baetti einu strikinu enn á bjórspjaldið, skrítið hve léttilega
hann handleikur kúlupennann, hugsaði ég af rælni, síðustu setning-
una hafði ég líkast til látið út úr mér sjálfur, en hvers vegna? Ég mundi
hana ekki lengur.
í stað þess, meðan ég teygaði úr glasinu mjöðinn, beindi Kronstadt
aftur máli sínu til Mehlhaupts: Glerið, sagði hann hlæjandi, glerið, það
á, vegna alls þess sem hann hafði fyrir augum, eða spann upp í heila
sínum, það á skyndilega að hafa bráðnað niður, þar til það var orðið
líkast afskræmdri keilu sem sápukúlur stigu upp úr og ýmsir angar
stóðu út úr, svo sem fótur og fótur á stangli, handleggur eða haus með
sviðið hár, sviðna húð, og hann hafi þóst sjá sjálfan sig í einum af
þessum hausum, og við hann var líklega tengd enn ein krumlan sem
í örvæntingu eða af þrákelkni hafði hrifsað límugt klæði utan af einni
konunni. Þá hafi hann tekið til fótanna á skræpóttu flísagólfi gangsins,
og það hafi hann meira að segja ætlað að sýna barkonunni í verki,
aumingja hann, hélt Kronstadt enn áfram fjálglega skrækróma, en
henni hafi naumlega tekist að halda aftur af hinum ölvaða manni.
Mér þótti allt í einu sem ég sæi hana standa fýrir framan mig,
barkonuna, hún hafði lotið fram yfir borðið, þannig að sást inn um
flegið hálsmálið á blússunni hennar, kringluleit, og opnaði munninn
til hálfs við og við, annars þögul, og mælti öðru hverju slitrótt orð með
hásri röddu, þannig stóð hún, í þessari bleiku blússu, í þessari daufu
birtu, með leðurbuxurnar strengdar þétt upp að kviðnum og með
höndina lagða blíðlega á handlegg hans.
Nú var sólin tekin ögn að verma, ég hóf ölglasið á loft og skálaði
fýrir henni og tæmdi úr því í einum teyg. Yfir glasbrúnina sá ég hvernig
ský mjakaðist nær og þumlungaði sig áfram yfir daufa sólarskífuna,
verst, tautaði ég í barm mér í þeim undrunarfulla beiskjutón sem ég
kannast aðeins við hjá drukknu fólki, verst, verst að nú skyldi sumarið
vera á ferð einu sinni enn, áður en veturinn kaffærir allar okkar vonir,
þarna kemur þetta ský, einmitt þetta eina ský, og hrifsar sólina burt
TMM 1995:2
75
L