Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 87
kosmísks samræmis. Hið smá-
gerða, ósýnilega og andlega. Innri
bygging sálarinnar á stefnumót-
um við óreiðu tímans. Hringir og
spíralar sem má greina í gegnum
smásjá eða stjörnukíki. Guðspeki.
Skömmu síðar var ríkjandi list-
hefð enn róttækar rofin hinum
megin við Atlantshafið. Árið 1917
sýndi franski listamaðurinn Mar-
cel Duchamp hlandskál sem lá á
bakinu, á alþjóðlegri sýningu í
New York. Þetta var í fyrsta skipti
sem fjöldaframleiddur hlutur var
settur í listrænt samhengi og hið
andlega, sállíkamlega í þjóðfé-
lagsmyndinni tekið til greina. Hvernig líkaminn tengist hlutum og öfugt.
Hvernig hann stendur í andlegu sambandi við iðnaðarhluti sem eru hann-
aðir beint fyrir hann. Og þá kemur sálin í húsgögnunum og hönnuninni hjá
IKEA fljótt upp í hugann. Með vissum rétti má segja að þetta verk hans sem
heitir „Gosbrunnur“, sé módernisk Madonna. Hvít og ávöl. En eins og menn
vita þá er klósettið kapella nútímamannsins. Maður er bara hann sjálfur þar
inni og nær þannig að tala við sinn innri mann.
Þýski myndlistarmaðurinn og gjörningameistarinn Joseph Beuys verður
einnig að koma hér við sögu. Verk hans fjalla ef til vill einna mest um
birtingarmyndir sálarinnar af áðurtöldum einstaklingum. Og tengir saman
upphaf aldarinnar við enda hennar, okkar daga. Hann leitar mjög í heim
náttúruvísinda en einnig gullgerðarlist miðalda og seiðmennsku. Gullgerð-
armenn eða alkemistar unnu vissulega einnig að því að fmna hinn innsta
kjarna í umbreytingunni, essens, ljósið í efninu, sálina. Beuys vann með
minningar sínar áður en Þýskaland var lagt í rúst í síðari heimsstyrjöldinni,
en minningar eru eitt form sálarinnar eins og bent hefur verið á. Hann leit
á vissan hátt á sig sem huglækni fyrir þýsku þjóðina og vildi hjálpa henni að
fínna sál sína aftur sem þeir höfðu selt og glatað í senn. „Sýndu sárið þitt“
var eitt af kjörorðunum og er raunar titill á einu verka hans. Hann lagði
áherslu á að menn létu lofta um sál sína, létu ljós skína á veiku blettina. Einn
gjörningur hans ber heitið „Hvernig á að útskýra list fyrir dauðum héra“ og
í honum situr hann með gullmálað andlit og talar um listina fyrir frekar
daufum og dauðum eyrum. En hérinn er eitt þeirra dýra sem fer á milli
tilverustiga samkvæmt germanskri þjóðtrú. Annað verk heitir „23 skordýra-
Gosbrutmur, 1917, eftir Marcel Duchamp.
TMM 1995:2
81