Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 89
á sér og hellir í gipsmótið eigin blóði, frystir það og sýnir síðan innihaldið í
gegnsæju kæliboxi. íslenskur myndlistarmaður safnar óefniskenndum og
minningum úr ólíkum húsum í formi ryks og annarra fellinga og setur undir
lofttæmt plast. Svissnesk listakona sýnir umbúðir af ilmvatnsglösum og
öðrum hlutum sem tengjast húðinni, útlínum kvenleikans, hverfulleikans.
Þannig mætti lengi telja.
Á seinni tímum hefur myndlistarverkið afefnast í vissum skilningi. Það
vísar enn meira út fýrir sig sjálft og er orðinn virkari þáttur í lífi fólks, á
beinan eða óbeinan hátt, og þá oft í dularbúningi. Hvort myndin sé sálrænni
en orðið skal ekki dæmt um hér, en myndlistarmenn hafa í auknum mæli
fært sig út fyrir sýningarsalina og skapað verk sem tengjast umhverfinu á
lífrænni og leyndari hátt. Verk ráðast af samhengi þeirra og liggja angarnir
nú oft á tíðum inn í óræðan samskiptaheim tölvunnar. Nægir að nefna
Internetið í þessu sambandi. Þar mynda þeir ólík hugrenningartengsl, senda
upplýsingar í ýmsu formi eða fara á sálnaflakk á Netinu. Því hvað er í
rauninni óefniskenndara en að loka sig af og fara út úr líkamanum, í
sýndarferðalag um Internetið. Hér er kominn nýr, kynlaus og sálrænni
vettvangur fyrir myndlistarmenn og aðra.
Tölvuskermurinn er gluggi inn í himnaríki. Raunar svipar upplifuninni
fýrir framan bjarma skermsins í mörgu til upphafins og rómantísks um-
hverfis þýska málarans Caspar David Friedrich, nema að inni í tölvunni
Stór afgirðing, ca. 1832, eftir Caspar David Friedrich.
TMM 1995:2
83