Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 91
Ólafur Gíslason
Allar heimsins myndir
í tilefni sýningar á listaverkagjöf Errós til Reykjavíkurborgar,
sem haldin var á Kjarvalsstöðum síðastliðinn vetur
Hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á myndlist Errós verður því
ekki neitað, að myndir hans vekja margar áleitnar spurningar. Þessar spurn-
ingar eru áleitnar vegna þess að þær varða afstöðu okkar ekki bara til sjálfra
myndanna og einstakra efnisatriða þeirra, heldur einnig afstöðu okkar til
sjálfs myndmálsins og skilnings okkar á hlutverki þess og tengslum við þann
þjóðfélagsveruleika, sem við búum við.
Ein fyrsta og nærtækasta spurningin, sem myndir Errós vekja, varðar
sjálfan höfundinn: hver talar í þessum myndum?
Það mun hafa verið heimspekingurinn Nietzsche, sem setti fram hlið-
stæða spurningu andspænis tilteknum texta, og komst að þeirri niðurstöðu,
að það væri tungumálið sem hefði orðið.
Andspænis hinu yfírþyrmandi og ópersónulega myndflæði Errós þurfum
við ekki að velkjast í vafa um það, hver hefur orðið í málverkum hans: það
er myndmálið.
Þessi staðreynd raskar hefðbundinni hugmynd okkar um höfundinn,
höfundarverkið og hina frumlegu sköpun. Hvert er hlutverk höfundarins,
ef það er sjálft tungumálið sem hefur orðið, og hvar er hann að finna í
myndverkinu, sem þrátt fyrir ópersónulega eða vélræna útfærslu er þó engu
að síður kirfilega auglýst og merkt sem höfundarverk og persónuleg gjöf
listamannsins Errós til Reykjavíkurborgar?
Við erum svo vön þeirri hugsun, að það sé hlutverk listamanna að „tjá“
tilfinningar sínar eða sinn „innri mann“ eða það sem þeim „býr í brjósti“, að
við áttum okkur ekki alltaf á því, að þetta er hugsun sem á sér tiltölulega
stutta hefð í sögu mannsins og er nátengd þeirri einstaklingshyggju, sem fylgt
hefur uppgangi borgarastéttarinnar í sögunni. Ef horft er til listasögunnar í
heild sinni er tímabil einstaklingshyggjunnar og hinnar sjálfhverfu tjáningar
stutt, eða um það bil 5 aldir. Myndlistin hefur lengst af í sögunni gegnt því
hlutverki að sýna eða opinbera guðdómlegan sannleika, sem byggði í engu
á persónulegu eða frumlegu framlagi listamannsins. Þvert á móti var beinínis
litið á það sem listræna synd ef listamaðurinn reyndi að blanda eigin persónu
inn í viðfangsefni, sem átti sér trúarlegar eða guðdómlegar forsendur. Á
TMM 1995:2
85