Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 92
miðöldum eða meðal svokallaðra hefðbundinna þjóðfélaga voru hugmyndir
einfaldlega ekki taldar eiga sér persónulegan heldur guðdómlegan uppruna,
og persónuleg eign á þeim var því í raun fjarstæðukennd trúvilla. Því merktu
listamenn miðalda eða hinna hefðbundnu samfélaga ekki verk sín eða héldu
á lofti höfundarrétti sínum.
Þegar myndlistin hætti að gegna því trúarlega hlutverki að opinbera okkur
guðdómlegan sannleika, varð það ekki síst hlutverk hennar að birta okkur
hlutlæga mynd af hinum ytri veruleika, náttúrunni eða manninum sjálfum,
ýmist með lýsandi eða túlkandi aðferðum. Þessar breytingar urðu annars
vegar með tilkomu húmanismans, landafundanna og endurreisnarinnar á
15. og 16. öldinni, og hins vegar með tilkomu iðnvæðingar, vísindahyggju,
markaðskapítalisma, heimsvaldastefnu og þjóðernisstefnu á 17. en þó eink-
um 18. og 19. öldinni.
Hugmyndin um hin skörpu skil á milli ytri og innri veruleika mannsins
verður þó fyrst til með tilkomu nútíma sálarfræði í upphafi þessarar aldar.
Það var ekki síst á kenningum Freuds, sem súrrealistarnir og síðan expressí-
ónistarnir byggðu þær hugmyndir sínar að varpa því sem býr í „dulvitund-
inni“ og hinum dýpstu hugarfylgsnum listamannsins yfir á léreftið með
nánast ósjálfráðri skrift. Samkvæmt þessum hugmyndum, sem við kennum
gjarnan við „frjálsa og óheffa tjáningu“, þá er persóna listamannsins eins
konar gámur, sem er fullur af mismunandi göfugum og heillandi hlutum og
dóti. Hlutverk listamannsins er þá að „koma þessu frá sér“ eins og gjarnan
er sagt á listamannamáli, að tæma úr gámnum yfir á léreftið, eða hella því í
tölvuna eða hljóðfærið eða það ílát, sem notast er við hverju sinni. ílátið er
þá formið, hvort sem það er bundið við ritmál, myndlist, tónlist eða annan
„tjáningarmáta“.
Þessi aðferð við „frjálsa tjáningu" hefur reynst skammvinnari lausn á
vandamáli frumlegrar frásagnar en efni stóðu til. Menn hafa einfaldlega
komist að því, að það sem gámurinn hefur að geyma er ekki eins upprunalegt
og talið var, heldur oftast fengið að láni. Með tímanum varð ljóst að gámur
persónuleikans var uppfullur af klisjum og goðsögnum og hinn persónulegi
frumleiki gufaði upp í höndunum á súrrealistunum og expressíónistunum.
Effir stóð „tjáning“ án dulvitundar, án persónulegra höfundareinkenna. Það
er tjáning tungumálsins sjálfs.
Það er freistandi að tengja þessa uppgötvun samfélagsþróuninni í heild.
Meðal þeirra fræðimanna, sem reynt hafa að setja fram slíka heildstæða
kenningu er Bandaríkjamaðurinn Fredric Jameson. í bók sinni Postmodern-
ism or the Cultural Logic ofLate Capitalism (Duke University Press 1991)
bendir hann á þrjú stig hagþróunar er eigi sér þrjár hliðstæðar aðferðir við
tjáningu, túlkun eða lýsingu veruleikans, hvort sem um er að ræða myndlist
86 TMM 1995:2
Á