Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 43
LYGIN UM SANNLEIKANN OG SANNLEIKURINN UM LYGINA því vitni að Nietzsche-fræðingum fallast ekki hendur þrátt íyrir það. Hér á eftir ætla ég að draga upp mynd af sannleikskenningu Nietzsches með hliðsjón af spurningunni um afstæði og algildi sannleikans. Án þess að fara nánar út í túlkanir Heideggers og Derridas mun ég með skilningi mínum á sannleikskenningu Nietzsches taka gagnrýna afstöðu til þeirra beggja. Um leið mun ég gera grein fyrir því að mótsögnin milli afstæðis og algildis sannleikans í kenningu Nietzsches fellur um sjálfa sig á grundvelli kenningar hans um afstæði alls sannleika, einnig þess sannleika sem Nietzsche telur sig hafa höndlað með kenningum sínum um viljann til valds og eilífa endur- komu hins sama. Auk þess endurspeglar glíma Nietzsches við spurninguna um sannleikann þróunarferli sjálfskilnings hans sem heimspekings er leitast við að kryfja grundvallarlögmál tilverunnar. Gagnrýni hans á sannleiksvilja heimspekinganna er afrakstur sjálfsgagnrýni sannleiksleitanda sem telur sig hafa séð í gegnum sannleiksvilja þeirra. 1. Lygaviljinn í ritgerð sinni Utn satmleika og lygi í ósiðrœnum skilningi rekur Nietzsche snemma á ferli sínum upptök alls sannleika til lygi og blekkinga.11 Þótt Nietzsche hafi á þessum tíma ekki verið búinn að þróa kenningu sína um viljann til valds, kemur hann hér fram með þá skoðun að það sé þörf mannsins til að hafa vald á öðrum mönnum og umhverfi sínu sem geri að verkum að hann notfæri sér vitsmunina til að leggja mat á hlutina sér í hag. Manninum er frá ‘náttúrunnar hendi’ ekki umhugað um að komast að hinu sanna, heldur ákvarðar hann hvað sé sannleikur og lygi með eiginhagsmuni og nytsemi að leiðarljósi: Þegar einn einstaklingur atti kappi við aðra einstaklinga við náttúru- legar aðstæður, notaði hann vitsmuni sína oftast til þess eins að villa á sér heimildir: En sökum þess að bæði nauðsyn og leiðindi knýja manninn til að lifa í samfélagi og hjörð, þarf hann á friðarsáttmála að halda til að forða a.m.k. hinu alversta bellum omnium contra omnes. Friðarsáttmálinn hefur eitthvað í för með sér sem virðist eins og kveikjan að hinni dularfullu sannleikshvöt. Upp frá þessu er nefnilega fastmælum bundið hvað heita skuli ‘sannleikur’, þ.e.a.s. það verða fundin upp algild og skuldbindandi heiti yfir hlutina og lagasetning tungumálsins kveður á um frumlögmál sannleikans. Hér skapast nefnilega í fýrsta sinn andstæðan á milli sannleika og lygi.12 Viljinn til að ljúga og blekkja er gagnlegt tæki fýrir manninn í lífsbaráttunni, en Nietzsche segir hann einnig vera til marks um sköpunargáfu mann- skepnunnar. Listrænir hæfileikar mannsins til að ljúga gera honum kleift að TMM 1997:3 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.