Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 50
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR afstöðu okkar til þeirrar heimssýnar sem hún opinberar er að lokum vert að ítreka spurninguna hvort Nietzsche geti í raun haldið fram sannleika endur- komukenningarinnar og fullyrt í sömu andrá að allur sannleikur sé afstæð- ur? Nietzsche notfærir sér hugtök og orðaforða hefðbundinnar ffumspeki er hann segir hringrásarkenninguna lýsa verðandi sem má auðkenna sem veru. Hann leggur áherslu á að við séum meðvituð um að túlka veru sem verðandi. Það er því ekki hægt að segja að endurkomu- og viljakenning Nietzsches sé frumspeki í þeim skilningi sem Heidegger leggur í hana. Heidegger gagnrýnir hefðbundna frumspeki fýrir að hafa hugsað veruna sem eðli eða inntak handan birtingar. Með grundvallarverufræði sinni telur Heidegger sig kom- ast út fyrir hefðbundna fr umspeki því hann túlkar veruna sem nær-veru eða fjar-veru, sem afhjúpi eða hylji sig í samræmi við tengsl mannsins við veruna. Derrida hefur hins vegar réttilega bent á að þrátt fyrir að veruhugtak veruffæði Heideggers sé ekki eílíft og óbreytanlegt með sama hætti og Heidegger ásakar veruhugtök heðfbundinnar frumspeki fýrir að vera, hafi vera Heideggers engu að síður sannleika verunnar að forsendu. Birtingar- hættir verunnar í lífi mannsins og í mannkynsögunni skírskota samkvæmt Heidegger ævinlega til sannleika verunnar sjálffar. Með því að viðurkenna að hringrásarkenningin sé einungis túlkun, skýtur Nietzsche loku fyrir að unnt sé að gera ráð fyrir sannleika verunnar sem hringrás verðandi vísi til. Samanburðurinn á veruhugtökum Nietzsches og Heideggers sýnir að Nietzsche hefur sig upp yfir frumspekilega hugsun með því að afnema hina hefðbundnu aðgreiningu á heimi veru og heimi birtingar. Verufræði Heideggers, einkum síðheimspeki hans, reynist þegar á allt er litið standa mun fastari fótum í frumspekilegri tvíhyggju þar sem Heidegger álítur sannleika verunnar vera viðmið fýrir hugsun um veruna. Derrida segir aftur á móti að Nietzsche hafi „ó-sannleika sannleikans“ að forsendu fýrir öllum túlkunum sem gera kröfu um að vera teknar sem sannleikur.24 Nietzsche segir manninn ekki komast af án ‘sannleika’ til að skilja heiminn. Nietzsche tekur alvarlega hina „fr umspekilegu þörf ‘ mannsins fyrir skilningi á heildar- samhengi lífsins sem Schopenhauer greindi og því setur hann fram frum- spekilega kenningu.25 Frumspeki Nietzsches grefur samt sem áður undan hefðbundinni frumspeki sem byggir á sannleika veru þar sem ‘sannleikur’ hans hefur ‘ó-sannleika’ að forsendu. í ljósi þess að orðaforði Nietzsches er heimspekilegur segir Derrida að endalok frumspeki sé heimspekisögulegt ferli sem taki langan tíma. Hann telur að Nietzsche hafi rutt brautina og að frumspekileg hugsun grafi undan sjálfri sér innan frá. Kenningar Derridas um afbyggingu eiga að stuðla að frekara niðurrifi hefðbundinnar frumspeki. Eins og Nietzsche beinir Derrida einkum gagnrýni sinni að frumspekilegri 48 TMM 1997:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.