Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 102
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
ur að halda því fram bæði í hjarta mínu og við aðra, að rassmiMar fallend-
ingar íslenskunnar séu óþarfi og til engra bóta, enda erum við löngu hætt að
treysta þeim og grípum meir og meir til forsetninga ásamt fallendingum,
erum bæði með belti og axlabönd, eins og Danir segja. Og stundum verða
fallendingarnar hreint og beint óframberanlegt hröngl forljótra málhljóða.
Ljót kalla ég þau málhljóð þar sem mörgum innbyrðis stríðum og óskyldum
hljóðum er kássað saman, hversu ættgöfug sem þau annars kynnu að vera,
bólgnanna, sprengnanna. Enda fer fallendingum fækkandi í mæltu máli, sem
betur fer. Um það ber reyndar nýyrðasmíði einnig vott, þegar hún heppnast
vel. Þau nýyrði sem best þykja, eru einmitt kvenkynsorð með veika beygingu,
hafa ekki aðrar fallendingar í eintölu en -a og -u, tölva, þyrla, þota, sem eru
einföld tveggja atkvæða orð og einstofna. Það var ekki svo galið hjá forfeðr-
um okkar og formæðrum að hætta að æpa „harabanaR“ þegar þau sáu
svartan fugl, og segja í staðinn einfaldlega „hrafn,“ þótt það orð megi svo
sem enn þróast til betri vegar hvað varðar hljóm. „hr“ er ljótt hljóð, hljómar
líkt og mælandi sé með kverkaskít. „fn“ er líka ljótt hljóð, það er borið fram
„bbn“ og líkist hljóðinu sem hundar gefa frá sér þegar þeir fala smér.
Ég hef stundum verið að velta því fýrir mér hvernig standi á þessum
snertiskrekk hreintungulögreglunnar. Hann á vitanlega að einhverju leyti
sögulegar forsendur, það ætti að vera óþarfi að rekja það hvernig þjóðernis-
sinnar á tímum sjálfstæðisbaráttunnar notuðu hugmyndina um ættgöfgi
tungumálsins í pólitískum tilgangi, lofuðu hreinleik málsins og reyndu að
útrýma öllu dönsku til að blása lífi í þjóðernisvitund íslendinga, til að
aðgreina séríslenskt frá íslensk-dönsku, alveg eins og Króatar í dag reyna að
útrýma öllu serbnesku úr sínu máli og Serbar öllu króatísku, þótt báðir tali
í raun sama tungumál, sem eitt sinn hét reyndar serbókróatíska. Þegar
íslenska málhreinsunin brast á höfðu lærðir íslendingar frá því um siðaskipti
fengið sína forfrömun nær eingöngu í Kaupmannahafnarháskóla, voru
sigldir. Þess gætti eðlilega í máli þeirra, og gætir enn. Það er mikill misskiln-
ingur að „öllum“ dönskum „slettum“ hafi verið vikið burt úr íslensku með
strangri löggæslu og hreinsunaraðgerðum. Og miklu væri íslenskan fátækara
tjáningartæki ef hún hefði ekki auðgast í aldanna rás af dönsku og nú á síðari
tímum af ensku. Þetta kynni nú einhverjum þykja ganga guðlasti næst. Þegar
ég var í skóla var enn verið að útrýma dönsku, mér var harðbannað að tala
og skrifa tungumálið sem bændur í Hvítársíðu notuðu í smalamennskum
eða við önnur þau tækifæri þar sem tilfmningarnar leyfa enga ígrundun og
yfirlegu yfir orðavali og setningaskipan.
Mér var bannað að segja: Ég orka þetta ekki lengur, enda hef ég aldrei
upplifað atmað eins, sláðu strax upp í markaskránni og brúkaðu höfuðið, - af
því að það var ill danska.
100
TMM 1997:3