Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 16
EYSTEINN ÞORVALDSSON orð hefði sérlega háan og hreinan tón í ljóðum skáldsins: sögnin að syngja, einkum í boðhætti: Syngdu fugl syngdu nótt af vegum. eins og segir t.d. í ljóðinu Flugmundir (Hliðin á sléttunni). Fuglar og fugla- söngur eru tíð minni í náttúruverndarljóðum Stefáns Harðar og ekki síður fjarvera fuglanna og söngs þeirra eins og í Þögnuðuholtum. í rómantískum náttúrukvæðum eru fuglar algengir gestir og söngur þeirra kærkominn yndisauki. Þessu er gjarnan lýst í hrifningartóni og með nokkrum fjálgleik. f ljóðum Stefáns Harðar eru fuglar tákn fegurðar og upprunalegs gildis í náttúrunni en um það er fjallað mærðarlaust og á knappan hátt og minnt rækilega á þá hættu sem steðjar að þessum fulltrúum óspilltrar náttúru. Eitt þessara ljóða heitir Var og er jafhframt eitt af votlendisljóðunum: Kylja leikur um síki. Flórgoði mjakar húsbáti millum brothættra stöngla og festir við trausta stör langt inn í skjóli bylgjandi systra og hverfur. Hverfur. (Yfir heiðan morgun) Þessi kvikmynd af flórgoðanum með flothreiðrið sitt er ekki einungis skýr, falleg og tilgerðarlaus heldur minnir hún okkur á að flórgoðinn er ein þeirra fuglategunda sem á í vök að verjast vegna ágengni mannsins og hætt er við að hann gefist upp á að verpa hér eins og ýmsar aðrar. Hann hverfur inn í sefíð með hreiðrið en lok ljóðsins, áhersluþung endurtekningin, bæta við þeim grun að hann kunni að hverfa að eilífu. Þeir sem hafa áhyggjur af náttúruríkinu, viðgangi þess og framtíð eru að sjálfsögðu gramir yfir ffamferði samferðarmanna og minna á þann hroka og það dramb sem maðurinn hefur tileinkað sér. Ádrepu af þessu tagi má sjá í Eindögum hér að framan. Annað ljóð sem er kaldhæðnara en jafnframt vonbetra heitir Syngjum fyrir fugla og fyrra erindi þess er svona: Hvað sem öðru líður þá sofum við ekki lengi vært á þessu fjalli brátt loga svæflarnir. Stillum í hóf sögum um göfugan uppruna og hefjum til dæmis söng fýrir fugla. 14 TMM 1997:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.