Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 76
HELGl HÁLFDANARSON
„Boy“ slæðzt inní sjálfa talgrein konungs, endaþótt því sé þar vægast sagt
ofaukið. Þess er að geta, að stundum hefur „boy“ verið sleppt í útgáfu. Og
í Qq stendur „presently“ (undir eins), sem hér getur vel staðið eitt sér í
línu; og er stuðzt við það í þessari þýðingu. (1975)
Rómeó og Júlía (Romeo and Juliet)
2.1.13. ,yAmor, þann litla júða og skæðu skyttu“. I frumtexta er þessi lína:
„Young Abraham Cupid he that shot so true“, og hefur nafnið Abraham
valdið skýrendum miklum heilabrotum. (1956)
2.3.31 „(Rómeó kemur.)“ Sumir útgefendur láta Rómeó koma inn, án þess
Lárens verði hans var, þegar hann segir „í mjúkum þunnum bikar þessa
blóms“ (í 23. línu), og kalla áhrifamikið, að sá sem á fýrir sér að verða eitri
að bráð, birtist um leið og eitur ber á góma. Þetta er að vísu afleitur
misskilningur og verður aðeins til þess að spilla ræðu munksins, sem á allt
undir því að vera ekki trufluð. (1981)
Hamlet Danaprins (Hamlet, Prince of Denmark)
3.1.56. „Að vera, eða’ekki vera, þarna er efinn. í frumtexta stendur hér hin
fræga ljóðlína: „ To be, ornotto be, that is the question“, og þar hafa skoðanir
fræðimanna verið allmjög skiptar; því margur hefur viljað koma fýrir 1
þessu orðalagi sem mestu af skapgerð Hamlets og þeim vanda sem fýrir
honum var að vefjast. En samkvæmt þeirri merkingu, sem aðrir vilja leggja
í þessa ljóðlínu, færi bætur á að þýða upphaf eintalsins á þessa leið:
Að vera til, eða ekki, skiptir öllu,
hvort sem er betri sæmd að þola í sál
grimm högg og níðings-örvar ógæfunnar,
eða vopn grípa móti bölsins brimi,
Að þessum skilningi hníga kannski flest rök, því að öðru leyti snúast 27
fýrstu línur eintalsins eingöngu um sjálfsmorð, hvort í raun og veru sé
utmtað svipta sig lífi, ef vitundin verði þrátt fýrir allt ekki þurrkuð út; því
það sem öllu máli skipti, sé einmitt þetta: að vera til, eða vera ekki til, -
hvað svo sem hinu líði, hvort sjálfsmorð eigi að teljast góð kurteisi eður
ei. - (Sjá: Bjarni Thorarensen, Ljóðmæli II, 1935, 338. bls.) - Fræðimenn
hafa sýnt framá, að áhrifa frá ritun Montaignes verði vart í leikritum
Shakespeares, t.d. í Hamlet, og hefur þá m.a. verið bent á þetta eintal. Þykir
74
TMM 1997:4