Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 35
LIST AMANNSLÍF mjög athyglisverðir tónleikar, og geysileg vítamínsprauta í skólanum. Listin verður að vera spennandi og skemmtileg. Menn undruðust að ekki skyldi vera kennd nein sérstök stefna í tónsmíð- um, það kenndi ætíð margra grasa í afurðum nemenda minna. En ég var ekki að boða neina trú, eða þröngva minni stefnu upp á ungt fólk. Ég hafði orð Schönbergs að leiðarljósi: forða fólki ffá vondri fagurfræði og gefa því gott handverk í staðinn. Tónsmíðakennsla á að vekja hina músikölsku meðvitund, vera skapandi, en ekki hlýða tískustraumum, gömlum eða nýjum. Og kennslan á að spanna allt litróf stíltegunda frá uppákomum til nýrómantíkur. Og kennslan á að höfða til alls þess sem þegar hefur verið gert og um leið á hún að opna leiðir til hins nýja og óþekkta. Tónlist á að segja eitthvað nýtt, á skýran og ótvíræðan hátt, og má ekki falla í gryfju vanans. Mikið og víðfeðmt nám og elja liggur að baki góðri listsköpun, og fjölbreytni lífsins er efniviður listanna. Ekki frasar, kenningar og óhlutbundin hugtök. Handverkið og heimspekin á að vera eining, skilgreiningin og samantektin, vinna og hugsun. Þetta er erfitt að kenna. Nýr höfundur á að endurnýja stíl, ekki með því að stæla hin eldri klassísku verk, heldur með því að samhæfa stílinn persónuleika sínum: búa til nýjan stíl. 14 Hér hafa orðir ótrúlegar framfarir í tónlistarflutningi. Ég þakka það Tónlist- arskólanum í Reykjavík, sem undir forustu Jóns Nordals var sennilega besti skóli á landinu. Við eigum nú frábæra flytjendur, eins og t.d. Caput-hópinn og einstaka snillinga. Annað, eins og Sinfóníuhljómsveitin, er staðnað í meðalmennskunni eftir nokkurn fjörkipp nýlega. Áður fyrr voru nýju íslensku tónverkin betri en flutningur þeirra og verkin liðu stundum fýrir það. Nú hefur þetta snúist við og flutningurinn er oftast miklu betri en verkin. Þetta er raunar alls staðar svona. Ný kynslóð hljóðfæraleikara hefur tileinkað sér hinn nýja stíl. Hinir færustu hljóðfæraleikarar áður voru mjög hjálparlausir gagnvart nýjum verkum umbyltingaskeiðsins á sjötta áratugn- um. Menn þekktu nóturnar, en vissu ekki merkingu þeirra. Það er eins og að lesa upp kvæði á ókunnu máli. Maður þekkir bókstafina, veit jafnvel nokkurn veginn hvernig á að bera þá fram, en veit ekkert hvað textinn merkir, ekkert hvað kvæðið fjallar um. Við getum ímyndað okkur hvernig slíkur upplestur hljómar í eyrum þeirra sem málið skilja. Hér finnast engir góðir tónlistargagnrýnendur því miður. Ég fékk oft TMM 1997:4 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.