Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 29
LIST AMANNSLÍF
árum fyrr eða síðar. Það eitt gerir ekki útslagið hvort listaverkið er nútímalegt
eða gamaldags.
I tónlistinni eru uppi ýmsir höfundar sem halda að þeir séu klassískir og
hefðbundnir, jafnvel þjóðlegir, en eru bara gamaldags, útjaskaðir og úreltir.
9
Þegar heim kom tóku við erfið ár. Það tók mig nokkurn tíma að finna mér
farveg, þar sem ég gat moðað úr þeim áhrifum sem ég hafði tekið inn í mig.
Ég átti í kreppu í nokkur ár, bæði listrænni og persónulegri. En eítir að ég
var kominn af stað var ég óstöðvandi.
Mér var illa tekið af tónlistarliðinu, krítíkerunum og menningarvitunum.
En áheyrendur tóku mér vel og við nokkra fordómalausa og forvitna spilara
átti ég góða samvinnu.
Menningarkommarnir voru á móti tónlist minni því hún var algjörlega
andstæð stefhu rússneska kommúnistaflokksins og dólgamarxisma hinna
íslensku áhangenda hans. Og hinir borgaralegu sem réðu lögum og lofum á
hægri kantinum hræddust og fordæmdu miðevrópska framúrstefnu. Þeir
sáu í henni einhvers konar kommúnisma, en á þessum árum voru margir
grunaðir um að vera laumukommar. Framsóknarmönnum allra flokka var
alltaf illa við verk mín.
Sá eini úr tónlistarklíkunni gömlu sem ég kunni að meta var Páll ísólfsson.
Ég kynntist honum vel, útsetti fyrir hljómsveit tvö verka hans. Páll var fyrst
og fremst prýðilegur organisti, skipuleggjari og alþýðuffæðari í orðsins bestu
merkingu. Hann hafði upphaflega góða tónsmíðagáfu sem hann ræktaði
ekki sem skyldi. Starfskraftar hans fóru í uppbyggingarstarf en ekki í nýsköp-
unarstarf í tónsmíðum.
Menningarheimurinn hér heima var innilokaður og íhaldssamur. Menn
voru ánægðir með sjálfa sig, hældu hver öðrum upp í hástert,undu glaðir við
sitt. Mér fannst mottóið vera: þursi ver sjálfum þér nægur.
Þegar ég kom heim frá námi kynntist ég vel Bohdan Wodiszco hljómsveit-
arstjóra, sem þá var að byggja upp Sinfóníuhljómsveitina. Heimamenn
losuðu sig við hann á leiðinlegan hátt eins og fleiri afburðamenn sem hér
hafa skarað ffam úr. Sagt var að Bohdan hefði móðgað einhvern tónlistar-
stjóra í Útvarpinu. En Bohdan varð mér andlegur faðir og las yfir fyrir mig
flest það sem ég samdi á þessum árum. Hann var hámenntaður snillingur
með mikla yfirsýn. Hann hafði verið í þrælabúðum nasista, var ástríðufullur
pólskur föðurlandsvinur og hafði komist í kast við þjóna Stalíns og hafði
farið illa út úr því.
Hann kom mér í kynni við pólska samtímatónlist og marga af mestu
TMM 1997:4
27