Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 96
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON til að nýju sem sjálfstætt og áhugavert viðfangsefni. Þar á ég til dæmis við lokaritgerðir í íslenskum bókmenntum, sem smám saman eru að koma fyrir almenningssjónir, rómönsurannsóknir Matthews Driscoll og útgáfu Ólafs sögu Þórhallasonar sem ekki var talin með skáldskap til skamms tíma.3 Sá sem skrifar bókmenntasögu við slíkar aðstæður getur ekki endurritað eldri sagnffæði eins og ekkert hafi í skorist. Hann þarf ný hugtök til að skýra og tengja saman sögu sem beðiðjiefur í handritaforða og gleymdum bókum. Gildir það jafnt um söguleg tímabilahugtök sem hugtök um bókmennta- greinar og líkön um þróun og framfarir. Gömlu hugtökin gefa í ljósi nýrra heimilda skakka mynd af því hvernig fólk hefur hugsað og skapað í þessu landi, enda miðast þau við annan og einfaldari raunveruleika en nú þekkist. Einar Már virðist hvorki hafa áhuga á vandamáli söguritunar, hugsunar- háttum né nýjum þekkingarforða í bókmenntasögu, ef marka má ritdóm hans, þar sem skrifað stendur: „í kaflanum um upplýsingaröldina, sem er grundvöllur alls þess sem á eftir fer, er sú stefna tekin að byggja mjög á hugmyndum ýmissa kenningasmiða og ber þar hæst Michel Foucault, þannig að ekki erofmæltað andi hanssvífi allvíðayfir vötnunum ogvíðar en nafn hans er nefnt“. Nú má una því að vera borinn sökum um kenningarstuld, þótt það sé næsti bær við ritþjófnað, en hitt þykir mér öllu verra að vera sakaður um einfeldningslega trúgirni, eins og liggur í orðum Einars: „það er einkum og sér í lagi hæpið að endursegja einhverjar afkenningum meistarans franska eins og viðtekin sannindi sem hægt sé umsvifalaust að miða við og hátimbra svo á slíkum grundvelli enn aðrar kenningar“. Hvernig kemst Einar Már svo að þessum niðurstöðum; um hvaða „sann- indi“ er að ræða og hvaða „hátimbraðar kenningar“? Slíkt hlýtur að skipta nokkru máli ef Bókmenntasaga III er á þeim byggð, því sé skítur í uppsprett- unni, „grundvelli alls þess sem á eftir fer“, þá þurfum við að hugsa skrif okkar upp á nýtt, eins og hverjum má vera ljóst. En fyrst er að finna fullyrðingasemi Einars Más stað, við hvað er nákvæmlega átt með „anda“ og „vötnum"; er þetta spíritismi, málæði eða réttmæt gagnrýni? Þá verður tækifærið notað til að fjalla um einstakar aðferðir og kenningar, áðurnefnda endurskoðun, því þótt digurleg orð úr dreissugum hálsi skipti kannski litlu máli, þá geta þau fleytt af stað misskilningi og verða ekki aftur tekin fremur en tapaður meydómur. 1 Skoðum „sannindin“ fýrst. Ætli Einar Már eigi við stuttan inngangskafla, „Út úr „myrkri miðalda““, þar sem fjallað er um upplýsingarheimspeki Magnúsar Stephensens með hliðsjón af tímamótaritgerð Immanuels Kant, 94 TMM 1997:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.