Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 107
LITLU VARÐ VÚGGUR FEGINN
heimildir, bæði prentaðar og óprentaðar, til dæmis í bréfirm einstakra Hafn-
arstúdenta; þau varpa stundum skærara ljósi á tildrög, merkingu og gildi
einstakra skáldverka, en lærðar hugmyndir úr erlendum tískubókum.
Sá sem fæst við menningu liðinna alda verður í ljósi alls þessa að brjóta
viðtekin þróunarlíkön niður í huga sér, hann þarf að endurskoða eða leysa
upp samband hugarflugs, þekkingar og skynsemi, komast undan fordómum
sem birtast meðal annars í ógagnrýninni notkun hugtaka og dreissugri
blekkingu um mannlega dómgreind: þótta þeirra sem í blindni trúa á eigin
skynsemi, stundum undir yfirskini heimspeki og vísinda. Framsækin bók-
menntasaga krefst gagnrýni og virkrar samræðu, að fólk sé reiðubúið að
glíma við hugmyndir, hvaðan sem þær koma og hvort sem þær eru í tísku
eða ekki. Það er því með ólíkindum og í raun stórfúrðulegt að maður sem
hefur svipað kjaftavit á bókmenntasögu og Grímur meðhjálpari á Biblíunni
skuli veljast til að fjalla um Bókmenntasögu III í tímariti sem helgað er
bókmenntum. Hvað í ósköpunum kemur næst, er manni spurn, verður Gróa
á Leiti, nýuppuð úr kvöldskóla og glöð af hroka, fengin til að gagnrýna
siðferði íjölmiðla, verður Þorsteinn matgoggur fenginn til að skrifa um
íslenska matargerðarlist, Bárður á Búrfelli um ffamsýnar fjárfestingar og séra
Sigvaldi um velsæmi í opinberri stjórnsýslu? Kannski er ekki vanþörf á
slíkum aðgerðum, því samkvæmt lektornum í París vafrar nú vellyst í
skipsförmum fölskvunum meður að íslenskum fræðaheimi, en honum til
huggunar má benda á að sé sú raunin munu þær fljótlega frjósa f hel íslensku
í veðri. Það vissi Bjarni.
Aftanmálsgreinar
1. Einar Már Jónsson: .Alhæfingar ogtakmörk þeirra“. Tímarit Máls ogmenningar. 58.árg.
(1997), 2. hefti.bls. 99-105
2. Hér er að sjálfsögðu átt við það sem mér er eignað í höfimdaskrá, þ.e. kaflana „Upplýs-
ingaröld 1750-1840“ (bls. 23-217), „Sagnagerð frá upplýsingu til raunsæis" (bls. 497-
588) og „Sagnagerð frá þjóðhátíð til fullveldis" (bls. 769-882). Hér á eftir verður vitnað
til blaðsíðutala ritsins.
3. Hér er um töluvert efni að ræða eins og sjá má af eftirfarandi skrá: Þorsteinn Antonsson
og María Anna Þorsteinsdóttir: „Höfundurinn og sagan“. Saga Ólafs Þórhallasonar.
Álfasagan mikla. Skáldsagafrá 18. öld. Reykjavík 1987; Matthew James Driscoll: „Þögnin
milda. Hugleiðingar um riddarasögur og stöðu þeirra í íslenskum bókmenntum". Skáld-
skaparmál I. Reykjavík 1990; sami: „The sagas of Jón Oddsson Hjaltalín. Studies in the
production, dissemination, and reception of popular literature in 18th- and 19th-century
Iceland“. Ópr. doktorsritgerð, Oxford 1994; Þröstur Helgason: „Tilurð höfundarins. Efling
sjálfsverunnar á 18. og 19. völd í ljósi íslenslcrar skáldskaparfræði“. Ópr. MA-ritgerð, Hí
1994; Eiríkur Ó. Guðmundsson: „Gefðu mér veröldina aftur. Um sjálfsævisöguleg skrif á
átjándu og nítjándu öld með hliðstjón af hugmyndum Michels Foucault“. Ópr. MA-rit-
gerð, Hl 1995; Svanhildur Gunnarsdóttir: „Sagan af þeim engelska og nafnfræga Bert-
TMM 1997:4
105