Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 83
ATHUGASEMDIR
Kóríólanus (Coriolanus)
1.9.91. „Martsíus, nafn hansHér stendur í frumtexta:
Lartius: Martius his name?
Coriolanus: By Jupiter, forgot!
I am weary; yea, my memory is tired.
Þessi gleymska Kóríólanusar hefur verið skýrð svo: „The forgetfulness of
the name is one of Shakespeare’s natural touches, „the amnesia of an
exhausted man“.“ Varla getur þetta talizt mjög sannfærandi; og þótt svo
væri, ættu þessi orðaskipti harlalítið erindi inní leikritið. Gæti skýringin
ekki verið sú, að nú fýrir skammri stundu hefur Martsíusi verið gefið
sæmdarnafnið Kóríólanus með hátíðlegri viðhöfn í þakkarskyni fyrir afrek
í þágu alþjóðar, og aðeins andartaki síðar verður vopnabróður hans það
á að ávarpa hann með nafninu Martsíus, sem hann hafði áður borið?
Kóríólanus lætur sem hann segist hafa gleymt nafni velgjörðamanns síns,
sem hann biður frelsis; en í raun og veru hefur hann orð á því, hve fljótt
velgjörðir gleymast; hann hefur þennan sama dag hætt lífinu til bjargar
samþegnum sínum, og - „nú er það gleymt!“ í lokaþætti leiksins móðgast
hann af að vera nefndur Martsíus en ekki Kóríólanus. Sjá 5.6.88-90.
(1986)
4.5.72. f ffummáls-útgáfum stendur: „The extreme dangers, and the drops
ofblood/Shedfor my thankless country, are requited/But with thatsurname
- a good memory / And witness ofthe malice and displeasure / Which thou
shouldst bear me. Only that name remainsT í þýðingu er gert ráð fyrir
setningu greinarmerkjaáþessaleið: „The extreme... thatsurname. Agood
... shouldst bear me, only that name remains.“ (1986)
Júlíus Sesar (Julius Caesar)
5.4.7. „Og hér... má kenna BrútusT Þessi talgrein er titillaus í F, og hefur
hún löngum verið eignuð Brútusi. Flestum mun nú þykja ljóst, að hér er
Lúsilíus að leika á óvinina með því að þykjast vera Brútus og draga þannig
athygli þeirra frá honum á hættustund. (Sjá 1H4, 5.3.25 og aths. þar.) En
honum virðist einnig hafa tekizt að leika á prentara F, sem hefur ekki
þorað að merkja honum þessi orð, fýrst sá sem talar segist vera Brútus; en
hann lætur þau ómerkt, því að í handriti hans eru þau ekki eignuð Brútusi,
heldur einmitt Lúsilíusi. (1973)
5.4.12. „Minn dauðiskal/mín uppgjöf Sjá! til mikilsmuntu vinna,/ogdreptu
Brútusfljótt, tilfrœgðarþér.“ Hér hefur löngum verið talið, að Lúsilíus rétti
TMM 1997:4
81