Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 33
LISTAMANNSLÍF
Atli Heimir Sveinsson í Reykjavík 1984.
því sem við vorum að gera. Okkar spilarar voru mjög feimnir að koma fram,
en ég lagði mikla áherslu á að þeir ynnu með erlendum starfsbræðrum og
flyttu það sem efst var á baugi í samtímanum. Þetta gekk allt prýðilega.
Hátíðin var opnuð með Requiemi Jóns Leifs, sem Hamrahlíðarkórinn flutti
snilldarlega.
Annars var allt apparatið á móti okkur Þorkeli Sigurbjörnssyni, sem stóð
eins og klettur við hlið mér. Við mættum tortryggni og andúð á flestum
stöðum. Menn vildu ekki neitt nýtt, en þorðu þó ekki að standa í vegi fyrir
okkur.
Síðar skipulögðum við líka Norræna músikdaga, létum panta fullt af
nýjum verkum erlendis ffá handa flytjendum okkar til frumflutnings. Hing-
að var Kanadamönnum boðið, undir forystu Robert Aitkins, til að víkka út
hinn skandinavíska sjóndeildarhring. Og loks stofnaði ég Myrka músikdaga,
miðsvetrarhátíð okkar samtímatónlistar í trássi við öll máttarvöld.
Þar hófum við nýja efnisskrárgerð, svonefnda portretttónleika og margt
fleira. Ég held að allt þetta hafi fallið í góðan jarðveg, einkum hjá hinni ungu
og uppvaxandi tónskáldakynslóð.
Félagsstörf eru tímafrek og vanþakklát. En þau eru eins konar herskylda
listamannanna sjálfra. Það hjálpar þeim enginn, nema þeir sjálfir. Gervilista-
menn, eða kommissarar, sem eru allsstaðar eins, reynast alltaf illa. Þeir vilja
stjórna listinni í staðinn fýrir að þjóna henni. Eins og stjórnmálaflokkarnir.
Ég starfaði lítið í Musica Nova. Ég held að menn þar hafi ekki treyst mér
enda engin ástæða til þess. Ég stóð fyrir mestu hneykslisuppákomu á íslandi
þegar ég fékk hingað Kóreumanninn Nam Jun Paik og sellóleikarann Char-
TMM 1997:4
31