Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 78
HELGl HÁLFDANARSON önnur hér en þar. Eðlilegast er að gera ráð fyrir, að Hamlet haldi upptekn- um hætti, og sé lesandi á rangli sínu um hallargöngin. Því þó að mest af þessum hugleiðingum sé útí hött í eintali Hamlets, ættu þær sem bezt heima í lestrarefni hans. - En sé það rétt, að höfundur hafi ætlað Hamlet að lesa þessar línur, hversvegna er þá ekki tekið fram í frumtexta, að hann komi inná sviðið með bók í hendi, einsog í 2.2.? Þar er því til að svara, að allar slíkar leikbendingar eru mjög á reiki í ýmislegum útgáfum, og afar naumar í þeim elztu; og í sjálfri útgáfunni frá 1605 (Q2) er þess hvorki getið hér né í 2.2. að Hamlet sé með bók; á báðum stöðum stendur einungis: Enter Hamlet. í Örkinni (F, frá 1623) er í 2.2. bætt við: reading ona Booke, vegna þess að drottningin segir um leið, að þarna komi Hamlet lesandi, og Póloníus spyr hann síðan, hvað hann sé að lesa. Þetta hafa svo síðari útgefendur tekið eftir. í 2.2. er þess engin von að Hamlet lesi eftir að hann er kominn inn á sviðið, því þá grípur Póloníus hann glóðvolgan um leið og hann birtist. Hinsvegar er það naumast boðlegt 1 3.1., hvaða brögðum sem leikstjórar beita, að hann verði ekki samstundis var við Ófelíu, sem Póloníus beinlínis otar í veg fyrir hann, nema gert sé ráð fyrir að hann komi lesandi einsog í fyrra skiptið. Og þarsem honum er ætlað frumkvæðið í þetta sinn, og enginn verður þessvegna til að fipa hann, þá heldur hann áfram lestrinum inni á sviðinu; og er þess þá ekki að vænta, að hann komi auga á Ófelíu, fyrr en hann hefur lokað bókinni, og er tekinn til að leggja útaf textanum með sín eigin málefni bakvið eyrað. - Á texta útgáfunnar Q1 þykir að vísu lítið mark takandi; en sú útgáfa tæki hér af öll tvímæli, því að þar er konungurinn látinn segja, þegar Hamlet kemur inn, í 3.1.: „Sjá hvar hann kemur niðursokkinn í bók.“ Ástæðan til þess, að sú talgrein var síðar niður felld, var að sjálfsögðu sú, hve slík endurtekning á talgrein drottningar í 2.2. fór illa. Á þennan textastað bendir einn fremsti Shakespeares-sérfræðingur þessarar aldar, dr. G.B. Harrison, í Hamlets- útgáfu sinni, og ályktar, að hér sé Hamlet enn að lesa í bókinni góðu frá 2.2. og hugleiða efni hennar; enda segir hann, að það sé sennilegasta skýringin á sjálfsmorðs-eintalinu, og þessvegna verði hann ekki Ófelíu var. Sjálfsagt mundu flestir fallast á það með Brandesi, að „bókin“ sú arna muni vera eftir Shakespeare; og feginn vildi víst margur fá að blaða ögn í þeirri skræðu! (1970) 4.2.26. „Ltkið er í skugga konungs, og konungur er skuggi líksins. Konungur er sem annar - “ í frumtexta stendur hér: „The body is with the king, but the king is not with the bodyT Þetta tilsvar Hamlets hefur reynzt harla torskilið. Helzt hefur það verið skýrt svo, að líkið sé hjá hinum látna konungi, en sá konungur reiki nú um án líkams; eða að Kládíus konungur 76 TMM 1997:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.