Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 26
ATLI HEIMIR SVEINSSON
Á ísafirði á 80 ára afmæli Ragnars H. Ragnar. Frá vinstri efri röð:
Hjálmar Ragnarsson, Jakob Hallgrimsson, Sigurður Garðarsson,
Porkell Sigurbjörnsson. Fremri röð: Jónas Tómasson, Ragnar H.
Ragnar og Atli Heimir Sveinsson
Póstmódernismi er hugtak sem sífellt oftar heyrist. Einhvers konar andóf
gegn því sem kallast nútímatónlist og ég hef lítillega lýst hér að framan.
Ómstreita atónalítetsins var ekki lengur spennandi, oft innihaldslaus. Menn
gagnrýndu módernistana fyrir að fullnægja aðeins sjálfum sér en ekki áheyr-
endum. Menn gerðu þá kröfu að tónlistin höfðaði til svonefnds vanalegs
fólks en ekki lítils sértrúarsafnaðar listsérvitringa og -vitringa. Menn þráðu
„hinn gamla ilm liðinna daga“ eins og Pétur í tunglinu hjá Schönberg. Og
menn hófu að semja tónlist í gömlum stíl á ný og einkanlega Mahler varð
fyrirmynd. Talað var um nýrómantík, nýjan einfaldleika og margt fleira.
En það kom í ljós að flest voru verkin léleg eftirlíking og fyrirmyndirnar
miklu betri. Það er mjög erfitt að semja í gömlum stíl svo vel fari. Og það er
erfitt að semja melódíska músik. Jafnvel snillingur eins og Stravinsky gerðist
stundum mistækur í stílstælingum. Og hinn eftirsótti einfaldleiki varð oftast
tilgerðarlegur og ofurflókinn, kannski frumstæður
Módernismi á ekki við um tíma, - nútíma - heldur um gæði. Það voru
einfaldlega bestu listamennirnir sem á fýrri hluta aldarinnar gerðu tónlist
sem kölluð var módern; Schönberg, Berg og Webern. Hún var oft atónal og
ómstríð, óháttbundin og formlaus að því sumum fannst. En hún var tján-
ingarrík og sönn.
Raftónlistin er mjög merkileg, Með henni opnast hljóðheimur sem er
heillandi og nýstárlegur. Áhugi minn á henni hefur verið mismikill. Kannski
24
TMM 1997:4