Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 118
RITDÓMAR kynna með einu stikkorði sem fengi sér- staka merkingu af samhenginu? Svo er það „pólitískur rétttrúnaður", eða „PC“ eins og það heitir víst á blaða- mannamáli. Fyrir allmörgum árum var ég ráðinn til að bera þýðingaT franskra myndasagna á ýmsum norðurlandamál- um saman við fr umtextana, og var þ.á m. ein saga sem átti að gerast í Algeirsborg á dögum Alsírstríðsins. Greinilegt var að höfundurinn hafði lagt sig fram til að ná andrúmslofti tímans, og voru persón- urnar að sjálfsögðu látnar tala eins og þá tíðkaðist. En í sænsku þýðingunni varð undarleg breyting: þau niðrandi orð sem „svartfætlingar“ höfðu um alsírska upp- reisnarmenn í frumtextanum voru þurrkuð burt og í staðinn sett hlutlaus orð, sem sænskir fréttaskýrendur þessa tima, víðs fjarri öllum atburðum, hefðu kannske notað en alls ekki þeir sem þau voru lögð í munn. Hér hafði sem sé ein- hver ritskoðun verið að verki, og fýrir bragðið urðu samtölin fölsk og óeðlileg. Annað var enn skoplegra: í einu atriði sat fjölskylda Alsír-Frakka við matarborð og eins og eðlilegt var trónaði rauðvíns- flaska mitt á milli allra réttanna. En þetta fengu sænskir lesendur myndasögunnar ekki að sjá, því að í þýðingunni var rauð- vínið orðið að - vítamíni! Þetta vanda- mál er að sjálfsögðu gamalt og klassískt, og víkur höfundur að því. En ég hef samt það hugboð að það hafi orðið umfangs- meira og verra á síðustu árum, eftir að „pólitískur rétttrúnaður“ færðist í auk- ana. Saman við þetta vandamál fléttast reyndar enn annað, þannig að ekki er alltaf auðvelt að greina á milli: í alræði markaðshyggjunnar ber það alloft við að þegar bækur (ekki aðeins skáldsögur) eru þýddar, eru þær styttar og aflagaðar til að laga þær að óskum einhvers raun- verulegs eða ímyndaðs „markaðshóps". Þessi „pólitíski rétttrúnaður" hefur leitt til margvíslegra deilna og mergjaðra skopstælinga, þannig að því verður ekki á móti mælt að þetta mál er mjög á dag- skrá og verðskuldar ítarlega athugun. Vonandi stingur Ástráður Eysteinsson einhvern tíma niður penna um þetta allt saman. Einar Már Jónsson Sáð í blóðugan akur Ólafur Gunnarsson: Blóðakur, Forlagið 1996, 508 bls. Gegnt upphafssíðu þessarar bókar er til- vitnun í Matteusarguðspjall sem gerir hvorttveggja í senn; skýrir nafn bókar- innar og gefur um leið frásagnartón og anda sögunnar. Þar er sagt ffá Júdasi fsk- aríot og blóðpeningum þeim sem hann fékk fyrir framsal Krists. Eftir að hann hafði hengt sig ákváðu æðstu prestarnir að kaupa fyrir féð „leirkerasmiðsakur til grafreits fyrir útlendinga. Fyrir því er akur þessi kallaður Blóðakur allt til þessa dags.“ Nú eru þessi orð margræð í vissum skilningi, en þó blasir við að sá blóðakur sem Ólafur Gunnarsson skírskotar til og lýsir í þessari sögu er íslenskt þjóðfélag samtímans. Sagan er breið lýsing á þessu þjóðfélagi og því lífi sem þar er lifað, og skyggnir um leið innviði þess, suma all- fúna. Hún er því ádeiluverk og á það sammerkt með til dæmis Atómstöð Halldórs Laxness að spretta beint upp úr líðandi stund, fjalla um valdatafl ráðandi afla og ríkisstjórnar án þess að það verði á nokkurn hátt pínlegt að forsætisráð- herra Blóðakurs sé ekki Davíð Oddsson. Ólafur fer mjög nálægt raunveruleikan- um, en tekst samt að forðast að menn fari að máta persónur og leikendur, eins og Laxness lenti í á sínum tíma. Þetta er vandfetað einstigi og flóknara mál en margir kynnu að halda. En sagan er ekki einungis ádrepa á samtímann, heldur hefur hún líka mjög sterkan siðferðileg- an boðskap, sem skapar henni ákveðna sérstöðu í bókmenntum síðustu ára. Ólafur sáir fræjum kristinnar siðfræði í 116 TMM 1997:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.