Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 64
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON gefist upp fyrir tækninni og keypt mér tölvu. Áður hafði ég haldið það mikið aukaatriði á hvað rithöfundar skrifuðu. Til að æfa mig á tölvuna settist ég svo við og afritaði öll Ameríkubréfin frá Jóni langafa og Sigurbjörgu langömmu, ffá Þóru og Sigríði afasystrum mínum og dætrum Sigríðar Guðbjörgu og Albertínu, sem lærðu báðar íslensku fyrst og fremst á því að skrifa bréf fyrir móður sína og ömmu. Þó svo að þessi bréf hafi fjallað mest um hversdagslega hluti, þá stóð þar á milli lína saga sem var bæði átakanleg og heillandi, og ég fór að leita mér að fleiri Ameríkubréfum, fór að spyrjast fyrir hjá fólki, hvort það vissi um nokkur slík gömul bréf. Eitthvað áskotnaðist mér og það var sama sagan, það sem þar stóð milli lína fannst mér svo merkilegt, að ég um síðir, líklega í árslok 1991 fór að velta fyrir mér að skrifa skáldsögu með eitthvað af bréfafólkinu mínu sem fyrirmyndir. Ég varð fljótlega þess var að kunnátta mín um ísland á síðari helmingi 19. aldar og um landnám íslendinga í Vesturheimi var mjög takmörkuð. í æsku hafði ég lesið Eirík Hansson eftir þann ágæta höfund Jóhann Magnús Bjarnason sem níu ára gamall sigldi með foreldrum sínum frá Seyðisfirði árið 1875 til að nema land á hrjóstrugum heiðunum við Musquodoboitfljót- ið á Nova Soctia, þar sem íslendingar ætluðu að nema land og kölluðu Markland. Þá hafði ég einnig lesið Brasilíufarana eftir sama höfund og auðvitað bæði Eirík frá Brúnum og Paradísarheimt. En þessi ágætu rit fjölluðu öll um sérstæðar kvíslar hins breiða straums. Landnám mormóna í Saltsjávardölum var aukakafli, að vísu skemmtilegur og skrýtinn og jafhvel átakanlegur, sérstaklega í meðförum Halldórs Laxness, landnám íslendinga í Brasilíu var einnig skemmtilegur aukakafli, en varð aldrei meira en nær fjörutíu manns. Og landnámið á Elgsheiðum við Musquodoboitfljót mistókst. Þeir síðustu fluttu burt úr nýbyggðinni eftir um átta ára þrældóm. Um sjálfan meginstrauminn vissi ég eiginlega ekki neitt. Og þá er ekki annað að gera en að leita sér heimilda. Mín besta heimild var auðvitað það milda ritverk Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og fleiri: Saga íslenditiga í Vesturheimi I-V, einnig er skrifað um landnámið í Sögu íslend- inga IX, 2, mjög gott og heildstætt verk um Vesturíslendinga er bók Wilhelms Kristiansons: TheIcelandicPeople in Manitobaog fleiri rit á ensku um byggðir Vesturíslendinga, svo sem Rivertonsaga og Arborgsaga. Þá var einnig mjög lærdómsríkt að lesa skáldverk kanadískra og bandarískra rithöfunda af íslenskum ættum, svo sem bækur Bill Holms í Minneota í Minnesota, einnig sögur eftir David Arnason og systur hans Maureen. Og ekki má gleyma Bill Walgardson, þeim ágæta rithöfundi, sem skrifar vart svo sögu að þar sé ekki íslendingur á ferð. Og ekki má heldur gleyma þeirri ágætu bók Lauru Salverson, Játningar landnemadóttur, sem kom út í íslenskri þýðingu 1994. 62 TMM 1997:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.