Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 64
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
gefist upp fyrir tækninni og keypt mér tölvu. Áður hafði ég haldið það mikið
aukaatriði á hvað rithöfundar skrifuðu.
Til að æfa mig á tölvuna settist ég svo við og afritaði öll Ameríkubréfin frá
Jóni langafa og Sigurbjörgu langömmu, ffá Þóru og Sigríði afasystrum
mínum og dætrum Sigríðar Guðbjörgu og Albertínu, sem lærðu báðar
íslensku fyrst og fremst á því að skrifa bréf fyrir móður sína og ömmu.
Þó svo að þessi bréf hafi fjallað mest um hversdagslega hluti, þá stóð þar
á milli lína saga sem var bæði átakanleg og heillandi, og ég fór að leita mér
að fleiri Ameríkubréfum, fór að spyrjast fyrir hjá fólki, hvort það vissi um
nokkur slík gömul bréf. Eitthvað áskotnaðist mér og það var sama sagan, það
sem þar stóð milli lína fannst mér svo merkilegt, að ég um síðir, líklega í
árslok 1991 fór að velta fyrir mér að skrifa skáldsögu með eitthvað af
bréfafólkinu mínu sem fyrirmyndir.
Ég varð fljótlega þess var að kunnátta mín um ísland á síðari helmingi 19.
aldar og um landnám íslendinga í Vesturheimi var mjög takmörkuð. í æsku
hafði ég lesið Eirík Hansson eftir þann ágæta höfund Jóhann Magnús
Bjarnason sem níu ára gamall sigldi með foreldrum sínum frá Seyðisfirði
árið 1875 til að nema land á hrjóstrugum heiðunum við Musquodoboitfljót-
ið á Nova Soctia, þar sem íslendingar ætluðu að nema land og kölluðu
Markland. Þá hafði ég einnig lesið Brasilíufarana eftir sama höfund og
auðvitað bæði Eirík frá Brúnum og Paradísarheimt. En þessi ágætu rit
fjölluðu öll um sérstæðar kvíslar hins breiða straums. Landnám mormóna í
Saltsjávardölum var aukakafli, að vísu skemmtilegur og skrýtinn og jafhvel
átakanlegur, sérstaklega í meðförum Halldórs Laxness, landnám íslendinga
í Brasilíu var einnig skemmtilegur aukakafli, en varð aldrei meira en nær
fjörutíu manns. Og landnámið á Elgsheiðum við Musquodoboitfljót
mistókst. Þeir síðustu fluttu burt úr nýbyggðinni eftir um átta ára þrældóm.
Um sjálfan meginstrauminn vissi ég eiginlega ekki neitt.
Og þá er ekki annað að gera en að leita sér heimilda. Mín besta heimild
var auðvitað það milda ritverk Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og fleiri: Saga
íslenditiga í Vesturheimi I-V, einnig er skrifað um landnámið í Sögu íslend-
inga IX, 2, mjög gott og heildstætt verk um Vesturíslendinga er bók Wilhelms
Kristiansons: TheIcelandicPeople in Manitobaog fleiri rit á ensku um byggðir
Vesturíslendinga, svo sem Rivertonsaga og Arborgsaga. Þá var einnig mjög
lærdómsríkt að lesa skáldverk kanadískra og bandarískra rithöfunda af
íslenskum ættum, svo sem bækur Bill Holms í Minneota í Minnesota, einnig
sögur eftir David Arnason og systur hans Maureen. Og ekki má gleyma Bill
Walgardson, þeim ágæta rithöfundi, sem skrifar vart svo sögu að þar sé ekki
íslendingur á ferð. Og ekki má heldur gleyma þeirri ágætu bók Lauru
Salverson, Játningar landnemadóttur, sem kom út í íslenskri þýðingu 1994.
62
TMM 1997:4