Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 21
LIST AMANNSLÍF
Fegurðarmatið, gildismatið er annað núna heldur en fyrir 200 árum. Öll
þessi gömlu hlutverk eru samtímis lifandi í dag, og ný hafa bæst við.
Samt finnst mér hugmyndir manna í Evrópu um hvað sé gott listaverk
ekki hafa breyst ýkja mikið á undanförnum öldum. Það gerir hefðin, sem er
styrkur og veikleiki Evrópumenningarinnar í senn. Á sama hátt er hefðar-
leysið í Bandaríkjunum, nýja heiminum, styrkur og veikleiki, eftir því hvern-
ig á málum er haldið og á málin er litið.
ísland liggur á milli þessara heima. í því liggja möguleikar okkar í listsköp-
un. Við eigum gamla og nýja listmenningu og getum flutt reynslu og hefð
einnar listgreinar, bókmennta, yfír í aðrar sem síðar námu hér land, þar á
meðal tónlist. Landfræðilega liggjum við í miðju heimsins, búum á eyju,
handan heimsins,milli tveggja meginlanda og lítum niður til heimsins frá
sjónarhorni kríunnar.
Samspil miðlanna verður æ margbrotnara, samt ekki endilega fjölbreytt-
ara. Grammófónplatan útrýmdi ekki tónleikunum. Með fleiri plötum komu
fleiri tónleikar. Það var meira hlustað. Raftónlistin útrýmdi ekki hljóðfæra-
leikurum. Og þó að aldrei sé meira soðið niður af tónlist og geymt, hefur
aldrei verið meira spilað læf. Neyslan jókst.
Á öðrum sviðum er sama að segja: kvikmyndin kom ekki í stað leikhússins,
sjónvarpið ekki í stað kvikmyndarinnar, og myndbandið ekki í stað sjón-
varpsins. Miðlarnir eru fleiri, samspilið flóknara, miðlunin margbrotnari og
ófyrirsjáanlegri.
Atli Heimir Sveinsson og sænska tónskáldið Ingvar Lidhelm
í Reykjavík 1967.
TMM 1997:4
19