Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 91
ATHUGASEMDIR
eigin vasa; því ekki er Malvólíó svo þefvís að það verði mér að falli (ég verð
aldrei flengdur fyrir þau fjársvik sem hann snuðrar uppi); auk þess er
daman mín af betra fólki (og þarf því ekki á ölmusu að halda), og svo er
ekki veitingahúsið (Mirmídonarnir) sem ég stunda nein ódýr knæpa (svo
mér veitir ekkert af þessu). (1964)
3.1.155. „Sú túlkun brytist beinna en orð mín þyldu,
að bónorð mittsé lausnfrá þinni skyldu;
úr öllum rökum er sá þráður spunninn,
að ást er Ijúf, oggefin betri en unnin.“
Þessar fjórar línur hefur þýð. skilið á nokkuð annan veg en tíðkast, og
hagað orðum samkvæmt því. Þó er haldið opinni leið til þess skilnings,
sem útgefendur hafa hér lagt í ffumtextann, en hann hljóðar svo:
„Do not extort thy reasonsfrom this clause;
For that I woo, thou therefore hast no cause;
But rather reason thus with reason fetter,
Love sought is good, butgiven unsought is better.“
Með þessum orðum telja útgefendur helzt, að Ólivía segi sem svo: „Þú
mátt ekki sýna mér kalt viðmót, þó ég, konan, fari svo aftanað siðunum
að bera fram bónorðið; hafðu það í huga, að endaþótt góð sé sú konuást,
sem fengin er fýrir bónorð, þá er betra fyrir manninn að þiggja það að
konan gefi honum ást sína án þess að hann leiti eftir.“ - Hér er talið að
Ólivía segi einungis: „Láttu mig nú ekki vera að toga útúr þér bónorðið;
það var allsekki ædun mín að taka af þér ómak; og þú ættir að skilja, að
þér ber að gera það mér til geðs að elska mig ótilkvaddur." - Ástæðan til
þess, hve Ólivía er hispurslaus í öllu þessu samtali, er sú, að hún er
sannfærð um að Sesaríó hafi fengið ást á sér og reyni að fela það bakvið
kuldalegt viðmót, þótt honum hinsvegar takist það ekki, enda sé ást, sem
eigi að dylja, jafn-augljós og morðsök. Ólivía lætur sér vel líka háðssvipinn
á andliti Sesaríós, því hún er sannfærð um að hann sé einungis gríma
ástarinnar. Hún hefur í öllu reynt að koma til móts við hann, gefið honum
undir fótinn í orði og síðan beðið hann að tala (þ.e.a.s. biðja sín), tekið
ómjúk tilsvör hans sem marklaus undanbrögð og reynt að nýju að hjálpa
honum af stað. Og að lokum stígur hún sporið fullt og játar honum ást
sína að fyrra bragði, og það með engum semingi. En þegar jafnvel það
virðist ekki ætla að losa um málbeinið á Sesaríó, heldur Ólivía áfram: „Nú
mátt þú ekki draga þá röngu ályktun af ástarjátningu minni, að bónorð
mitt geri bónorð þitt óþarft; láttu þér heldur skiljast, að sú ást, sem mér
þykir að vísu gott að sækja til þín, væri mér þó enn dýrmætari, ef þú gæfir
mér hana án þess ég bæði þig um hana.“ (1964)
TMM 1997:4
89