Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 109
Ólafur Halldórsson Lítið svar við löngu bréfi Pegar vegur var lagður frá Flóaveginum og niður að Villingaholti lágu þeir sem að því unnu í tjaldbúðum og elduðu mat sinn sjálfir. Á alllöngum kafla þessa vegar voru hvorki lindir né lækir sem hægt væri að sækja í neysluvatn. Þá grófu þeir tvo brunna og notuðu annan sem vatnsból, en lögðu saltfiskinn í bleyti í hinn. Eitt sinn sem oftar var soðinn hafragrautur í kvöldmatinn í einu tjaldinu, og hafði grautargerðarmaður í ógáti tekið vatn úr þeim brunninum sem saltfiskurinn var afvatnaður í, en síðan saltaði hann grautinn að venju, og varð hann óætur, og gáfust tjaldbúar upp á að éta hann. En áður en grautnum væri hent kom þar maður úr öðru tjaldi, og buðu þeir félagar honum heitan hafragraut, sem hann þáði, og var honum skammtað ríflega. Hann át graut- inn með bestu lyst og segir um leið og hann þakkaði fyrir sig: „Þetta var góður grautur. Alveg eins og heima!“ Ég varð óviljandi til þess að dálítið svipað kom fyrir góðkunningja minn, Böðvar Guðmundsson frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. Ég skrifað grein sem ég nefndi: íslenska með útlendu kryddi og fékk hana birta í 2. hefti Tímarits Máls og menningar 1997, en nefhdi ekki höfunda þeirra texta sem ég tók til umræðu. Þetta varð til þess að Böðvar „neyddist til að grafa upp úr tímarita- bunka ffá í fyrra 2. hefti Tímarits Máls og menningar“, sem mér skilst að hafi verið þó nokkur fyrirhöfn, en erfiðið fékk hann vel launað, því að þar komst hann í graut sem honum þótti góður, „alveg eins og heima.“ Eftir að hafa smjattað á grautnum sendir hann mér síðan gamanbréf, ekki með póstinum, heldur í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar (3. hefti 1997, bls. 94-106), og má ekki minna vera en að ég þakki fyrir bréfið, enda ævinlega gaman að fá bréf frá Böðvari. En þótt gaman hafi verið að fá bréf frá Böðvari bregður núna svo við, að í þessu bréfi eru fáein atriði sem ég kann ekki við. Mér finnst Böðvar beita þeirri aðferð að klappa mér á kollinn og segja að ég sé góður karl, en þessi grein mín sé samt það sem „kreistist aftur úr kúnum“, nefnilega della (bls. 106). Mér skilst að hann skipi mér í flokk sem hann kallar hreintungustefnu- menn eða hreintungulögreglu. Þarna beitir Böðvar sömu aðferð og frjáls- TMM 1997:4 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.