Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 76
HELGl HÁLFDANARSON „Boy“ slæðzt inní sjálfa talgrein konungs, endaþótt því sé þar vægast sagt ofaukið. Þess er að geta, að stundum hefur „boy“ verið sleppt í útgáfu. Og í Qq stendur „presently“ (undir eins), sem hér getur vel staðið eitt sér í línu; og er stuðzt við það í þessari þýðingu. (1975) Rómeó og Júlía (Romeo and Juliet) 2.1.13. ,yAmor, þann litla júða og skæðu skyttu“. I frumtexta er þessi lína: „Young Abraham Cupid he that shot so true“, og hefur nafnið Abraham valdið skýrendum miklum heilabrotum. (1956) 2.3.31 „(Rómeó kemur.)“ Sumir útgefendur láta Rómeó koma inn, án þess Lárens verði hans var, þegar hann segir „í mjúkum þunnum bikar þessa blóms“ (í 23. línu), og kalla áhrifamikið, að sá sem á fýrir sér að verða eitri að bráð, birtist um leið og eitur ber á góma. Þetta er að vísu afleitur misskilningur og verður aðeins til þess að spilla ræðu munksins, sem á allt undir því að vera ekki trufluð. (1981) Hamlet Danaprins (Hamlet, Prince of Denmark) 3.1.56. „Að vera, eða’ekki vera, þarna er efinn. í frumtexta stendur hér hin fræga ljóðlína: „ To be, ornotto be, that is the question“, og þar hafa skoðanir fræðimanna verið allmjög skiptar; því margur hefur viljað koma fýrir 1 þessu orðalagi sem mestu af skapgerð Hamlets og þeim vanda sem fýrir honum var að vefjast. En samkvæmt þeirri merkingu, sem aðrir vilja leggja í þessa ljóðlínu, færi bætur á að þýða upphaf eintalsins á þessa leið: Að vera til, eða ekki, skiptir öllu, hvort sem er betri sæmd að þola í sál grimm högg og níðings-örvar ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins brimi, Að þessum skilningi hníga kannski flest rök, því að öðru leyti snúast 27 fýrstu línur eintalsins eingöngu um sjálfsmorð, hvort í raun og veru sé utmtað svipta sig lífi, ef vitundin verði þrátt fýrir allt ekki þurrkuð út; því það sem öllu máli skipti, sé einmitt þetta: að vera til, eða vera ekki til, - hvað svo sem hinu líði, hvort sjálfsmorð eigi að teljast góð kurteisi eður ei. - (Sjá: Bjarni Thorarensen, Ljóðmæli II, 1935, 338. bls.) - Fræðimenn hafa sýnt framá, að áhrifa frá ritun Montaignes verði vart í leikritum Shakespeares, t.d. í Hamlet, og hefur þá m.a. verið bent á þetta eintal. Þykir 74 TMM 1997:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.