Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 14
ÁRMANN JAKOBSSON
íslenskum miðaldafræðum 20. aldar, Finn Jónsson. Um heimspeki sagði
Finnur þetta:,Jeg hef aldrei ... litið í fílosófíska bók“.2 Þó að Finnur ýki hér
meðvitað er það raunin að þegar Sigurður Nordal var að semja íslenzka
menningu voru íslenskar miðaldabókmenntir rannsakaðar á textafræðileg-
um, sögulegum og málfræðilegum grunni en ekki heimspekilega. Kenninga-
smiðir voru litnir hornauga og allir stærðu sig af því að hugsa aðeins um
staðreyndir.
Það var því sæmilega róttæk afstaða að tilgátur væru að baki öllum vísind-
um. En Sigurður Nordal gengur enn lengra. Á eftir þessu fylgir inngangur
ritsins sem er sjálfsævisaga hans. Hann tranar sér sjálfum fram í umfjöliun
um íslenska menningu miðalda þó að honum sé fullljóst að mörgum muni
þykja það ógeðfellt:
Yfirleitt þykir bezt á því fara, að höfundur oti sér ekki fram milli efnis
og lesanda, tali sem fæst um sjálfan sig. Neyðist hann til þess að láta sín
getið, er hæversklegast að gera það í þriðju persónu: „sá, sem þetta rit-
ar“ o. s. frv. - í stað þess að trana fram orðinu eg, sem hverjum manni
er ógeðfellt, nema þegar hann segir það sjálfur. (8)
En þetta neitar Sigurður Nordal að gera og í þessari ævisögu koma m.a.
fram afstaða hans til prófnáms (11) og áhyggjur af eigin heilsufari, jafnvel
geðheilsu (24). Þessu otar hann framan í lesendur eins og til að ögra þeim.
Það reynist snjall leikur því að þetta er einn endingarbesti hluti bókarinnar.
Núna er flestum fræðimönnum í mannvísindum orðið ljóst að ekki er hægt
að skilja á milli rannsakanda og rannsóknarefnis eins og ekkert sé. Víða er
jafnvel komið í tísku að tengja sjálfan sig við rannsóknarefnið, eins og Sig-
urður Nordal gerir þarna þegar árið 1942.
Hvað sem líður þeirri tísku er afleiðingin sú að Sigurður afbyggir ritið sem
á eftir fylgir. Hann hefur þegar kynnt sjálfan sig og eigin fortíð til leiks og síð-
an fylgir greining á íslenskri menningu sem við vitum að er hans. Sigurður
Nordal kemur ekki ffam eins og guð af himnum með algildan sannleik um
íslenska menningu. Jafnvel þegar hann talar eins og sá sem valdið hefur og
leggur eigin túlkun fram sem sannleikann vitum við samt að þetta er hans
túlkun því að fyrst höfum við kynnst honum sjálfum.
Hið íslenska sjónarhorn mótar verkið. Sigurður Nordal var þjóðernis-
sinni og fór ekki í launkofa með það. Hann nefndi bók sína íslenska menn-
ingu og hún kom út þegar ísland var á barmi fulls sjálfstæðis. í inngangi
tekur hann fram að sagan sé nauðsyn fyrir þjóðina (37) og hún sé þjóðern-
ispólitískt tæki. Á eftir inngangi er kafli um landnám íslands og þar leggur
Sigurður Nordal áherslu á að íslendingar einir þjóða í Norðurálfu muni til
upphafs síns. Og raunar gott betur; norræn saga hefjist með íslands byggð:
4
www.malogmenning.is
TMM 2000:1