Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 23
ÍSLENZK MENNING OG EVRÓPSK ÞJÓÐERNISS TEFNA að þeir voru íslendingar, íbúar íslands, en fúndu ekki til þeirrar sér- stöðu öðru vísi en Þrændur gagnvart Víkverjum, [eða] Gautar gagn- vart Svíum ... Sjálfstæði var eitt og þjóðerni annað... Sízt kom þeim til hugar, að þarna væri að verða til smáþjóð, enda fara allar afleiðing- ar þess í raun réttri ekki að koma í ljós fyrr en á 19. öld. Á 9. og 10. öld vissu menn ekki um það hugtak.14 Þessi orð Sigurðar eru meðal þess sem skilur hugmyndir hans fr á þjóðernis- goðsögninni í sinni einföldu mynd. Öðrum þræði virðist sem hann aðhyllist þá sögulegu þekkingu sem t.d. var haldið á loíti af vinstrisinnuðum mennta- mönnum á millistríðsárunum og sem á margt skylt við þjóðernisendurskoð- un síðustu ára, að þjóðin sem pólitískt fyrirbæri sé nútímahugtak. Hins vegar má segja að hið menningarpólitíska markmið Sigurðar Nordal hafi stýrt honum inn á hina viðteknu hefð í sagnaritun evrópskra smáþjóða en íslenzk menning birtir í mörgum grundvallaratriðum sömu þjóðernishug- myndaffæði og lýst var hér að framan. Eitt af meginviðfangsefhum Nordals er þannig sköpunarsaga hinnar ís- lensku þjóðar. Þessu tengist síðan hugmynd um sérstakt eðli og eiginleika sem eiga að hans mati rætur sínar fyrst og ffemst að rekja til þessa upphafs þjóðarinnar. Sigurður telur landnám fslands vera mesta viðburð í sögu Islendinga og hann telur einnig að aðstæður þar hafi haft úrslitaáhrif á eðli þeirra og einkenni.15 Eðli og einkenni þjóðarinnar rekur hann til sköpunar hennar á 9. og 10. öld og sem helstu áhrifaþætti nefnir hann umhverfið eða náttúruna, aldarandann á víkingaöld og kynstofninn sem settist að á íslandi.16 íslenskt þjóðareðli er sprottið upp úr samspili þessara þriggja þátta á þessu tiltekna sköpunartímabili. En í því þjóðareðli sem þá varð til er að finna orsakirnar fyrir menningarlegum og stjórnmálalegum yfirburðum íslendinga á miðöldum. „Arfurinn frá víkingaöld“ var samkvæmt Sigurði ekki aðeins undirrótin að fornbókmenntum íslendinga heldur einnig að lögum þeirra og stjórnarháttum sem „íslendingar skipuðu" samkvæmt Nordal „með hliðsjón af viðhorfum víkingaaldar."17 Sköpunarsagan og hið sérstaka íslenska þjóðareðli sem til varð á víkingatímanum og við landnámið verður þannig grundvöllur að því leiðarstefi íslenzkrar menningar að ís- lenska þjóðin til forna hafi verið gædd frelsisþrá og því sem kalla má eðlis- læga einstaklingshyggju, einstaklingshyggju sem samkvæmt Sigurði Nordal var „bæði arfur frá víkingunum og ávöxtuð frekar í landinu sjálfu.“18 Með öðrum orðum: Hugsjónir nútíma vestrænnar menningar, upplýsingarinnar og nútíma vestrænna stjórnarhátta blómstruðu á íslandi þegar á miðöldum og voru þjóðinni náttúrulega áskapaðar. Samkvæmt Sigurði Nordal birtist þetta ekki síst sem hugmynd um að hjá TMM 2000:1 www.malogmenning.is 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.