Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 40
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON stétt manna farin að lifa sníkjulífi á listinni og héti hún forverðir. Væru þeir sýnu verri en listfræðingarnir. 2. Hvemig gat þetta gerst? Mikið vatn var runnið til sjávar á þeim tæpa áratug frá því að falsana varð fyrst vart á íslenskum listmarkaði. Listamönnum sem höfðu orðið fyrir barðinu á fölsurum fjölgaði til muna frá upphafi tíunda áratugarins til 1997, þegar málið kom fyrir rétt. í samtali við undirritaðan taldi Ólafur Ingi á ann- an tug listamanna í uppboðsskrám, bæði hér og í Kaupmannahöfn, sem skráðir voru fyrir fölsuðum verkum. I nokkrum af þessum innlendu og er- lendu skrám voru hvert eitt og einasta af verkunum falsanir. Þeir listamenn íslenskir sem Ólafur vissi að hefðu orðið fyrir barðinu á fölsurum voru Sig- urður Guðmundsson, kallaður málari, (1833-1874); Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924); Ásgrímurjónsson (1876-1958); Jón Stefánsson (1881-1962); Jóhannes S. Kjarval (1885-1972); Kristín Jónsdóttir (1888-1959); Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966); Guðmundur Thorsteinsson, Muggur (1891-1924); Gunnlaugur Blöndal (1893-1962); Snorri Arinbjarnar (1901-1958); Gunnlaugur Scheving (1904-1972); Þorvaldur Skúlason (1906-1984); Jón Engilberts (1908-1972); Svavar Guðnason (1909-1988) og Nína Tryggvadóttir (1913-1968). Auk þessara íslensku listmálara fann Ólafur Ingi einnig falsanir á færeyska málaranum Sámal Joensen Mikines (1906-1979) og danska Cobra-málaranum Asger Jorn (1914-1973). Þá hafði hann undir höndum nokkrar sýningaskrár frá dönskum lista- verkasölum og uppboðshöldurum sem sýndu ótvírætt að falsanir á íslensk- um listamönnum voru enn á boðstólum hjá dönskum uppboðshöldurum. Þar var einkum um að ræða falsanir á málverkum Svavars Guðnasonar. í einni uppboðsskránni, þar sem uppboðnum verkum var lýst með mörgum fögrum orðum, og virðuleiki fyrirtækisins tíundaður, var hver einasta mynd eftir olckar mæta abstraktmálara bersýnilega fölsuð. Þá staðhæfði Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur, að hún hefði rekist á fjölda verka hér- lendis sem merkt væru móður sinni án þess að hún hefði komið nærri gerð þeirra. Þegar allt var tínt til giskaði Ólafur Ingi á heildartölu upp á ein níu hund- ruð listaverk sem hann taldi að hefðu verið fölsuð í nafni látinna íslenskra listmálara og dreift kerfisbundið á íslenskan og danskan uppboðsmarkað á árunum 1989 til 1997. Verðmæti margra verkanna, sem falsararnir hefðu með þessum hætti stolið úr vasa kaupenda, hlypi hæglega á tveim til fimm hundruðum þúsunda. Þjófnaður af slíkri stærðargráðu, ásamt meðfylgjandi skaða sem hlýst af ráni sem þessu hlýtur að kalla á sterk viðbrögð. Að 30 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.