Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 44
HALLDÓR BJÓRN RUNÓLFSSON uð afstaða okkar til lista og menningar. í staðinn fyrir að ýta undir sjálfsagðar framfarir í myndlist eins og reynt er að gera á öðrum vettvangi mannlegra at- hafna er henni ljóst og leynt haldið á plani tómstundaiðju svo útilokað sé að heilbrigður metnaður fái þar notið sín. Það er forðast í lengstu lög að gera upp á milli metnaðarfullrar Hstsköpunar og föndurs sem ekki hefur annað að markmiði en skemmta þeim sem við það fæst. Vissulega er öll tómstundaiðja góðra gjalda verð og ekkert eðlilegra en reynt sé að efla slíka starfsemi hvar og hvenær sem er. En myndlist sem tómstundaiðja kemur ekki í stað myndlistar sem faglegrar atvinnugreinar, ekki frekar en stangveiði á sunnudögum komi í stað alvöru útgerðar. Þar af leiðandi er ekki hægt að má burt skilin milli fönd- urs og lista hversu mikill jafnaðamaður sem maður annars vill vera. 4. Niðurlag: Um nauðsyn flokkunar í listum Sú spurning vaknar hvort enn sé haldið áffam að falsa málverk fyrir íslenskan markað eða hvort eitthvað áþekkt geti aftur raskað íslenskum listmarkaði? Er til leið til að fyrirbyggja áföll af þessu tagi? Svarið er einfalt: Ef ekkert breytist í almennri afstöðu okkar til myndlistar getur önnur holskefla falsana hæglega dunið yfir; þess vegna strax á morgun. Forsenda þess að slík ósvinna hreiðri um sig með þeim hætti sem gerðist á fyrri hluta tíunda áratugarins er að nægi- lega margir listkaupendur eigi í erfiðleikum með að greina föndur fr á listsköp- un. Hefðu kaupendurnir haft ögn sterkari meiningar um varninginn sem þeim stóð til boða hefðu þeir auðvitað hafnað honum, en meiningarnar hrukku skammt því menn voru ekki með hlutina nægilega á hreinu. Eina haldgóða lausnin á vanda okkar gagnvart menningu og listum er að varðveita flokkun hlutanna eftir því kerfi sem Grikkir nefna kategoríur. Svo er það kallað þegar hlutum eru eignaðir ákveðnir eiginleikar. Með þess háttar flokkun er komið í veg fyrir að óskyldir hlutir - svo sem list með mismunandi eiginleikum - séu bornir saman líkt og væru þeir einnar og sömu tegundar. Þannig gera flestir sér grein fyrir því hve fáránlegt það er að bera saman Hall- dór Laxness og Agöthu Christie þótt um rithöfunda sé að ræða í báðum tilvik- um, eða Bítlana og Beethoven þótt hvort tveggja B-in heyri til tónlistar. Menn geta að vísu skeggrætt um það fram og aftur hvaða flokkur sé merkilegastur eða ómerkilegastur, en þess háttar samanburðarstagl þætti heldur ófrjótt. það væri eins hægt að karpa um það hvort farartækið væri þarfara, flugvél eða ferja, bátur eða bíll. Víst er að kategorísk flokkun mundi fljótlega koma ákveðinni reglu á íslenska umræðu um listir, og gera hana mun skýrari og aðgengilegri fyrir almenning. Menn þyrftu ekki að ganga að hlutunum gruflandi eins og nú tíðkast heldur mundu þeir vita nákvæmlega hvaða flokki hver tegund listar tilheyrði. 34 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.