Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 46
Róbert H. Haraldsson
Alvarlegar samræður
- Um siðferðilegan boðskap í Brúðuheimili Henriks Ibsens
„Only connect..
Brúðuheimili (1879) Henriks Ibsen olli á sinni tíð straumhvörfum í umræðu
um hjúskaparstöðu kvenna og afhjúpaði að margra dómi eðli borgaralegs
siðferðis. Þannig staðhæfir t.d. Halvdan Koht, einn af ritstjórum heildar-
verka Ibsens:
Staðreyndin er sú að Brúðuheimili gerði „málefni kvenna“ að raun-
verulegu vandamáli alls staðar í Norðri, vakti um þau almennar
deilur.2
Og enginn hefur lýst eins vafningalaust og George Bernard Shaw meintri
árás Ibsens á siðferðið:
Skilaboð Ibsens til þín eru: Ef þú ert meðlimur samfélags, storkaðu
því; ef þú hefúr skyldu að gegna, virtu hana að vettugi; ef þú ert bund-
inn órjúfanlegum böndum, slíttu þau; ef þú átt þér trúarbrögð, stattu
ofan á þeim í stað þess að grúfa þig niður undir þau; ef þú hefur skuld-
bundið sjálfan þig með loforði eða eið, fleygðu þeim útí veður og
vind; ef sjálfsfórnarlostinn gagntekur þig, glímdu þá við hann eins og
við djöfúlinn sé að etja; og ef þú getur ekki, þrátt fyrir allt, staðist þá
freistingu að vera dygðugur, skaltu bíða ósigur sjálfur áður en þér
gefst tími til að tæra líf allra kringum þig með smiti þessa banvæna
sjúkdóms.3
Ibsen sjálfúr gerði sér fyllilega ljóst hversu erfitt er að breyta mönnum og
þankagangi þeirra, og hann lét sér ekki standa á sama um að lesendur/áhorf-
endur drægju Brúðuheimili hans í ákveðna dilka, litu á verkið eingöngu sem
snjallt kvenréttindaverk eða ádeilu á borgaralegt samfélag. I stuttu ávarpi er
hann flutti norskum kvenréttindakonum 26. maí árið 1898 og oft er vitnað
til segir hann t.d.:
Ég er ekki einu sinni með það á hreinu hvað kvennamál eiginlega eru.
í mínum huga hefur þetta snúist um málefni manneskjunnar. Og lesi
36
www.malogmenning.is
TMM 2000:1