Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 58
RÓBERT H. HARALDSSON
að virðast léttvægur en á öðrum og verri degi fullkomlega óbærilegur. Þótt
þessi tilgáta nái áttum, orðar hún ekki nógu nákvæmlega /ivaðKrogstad hafi
lært af beiskri reynslu sinni né hvaða lærdóm hann sjálfur hafi dregið af
henni. I samræðunni sem leiðir til þess að hann og frú Linde ná aftur saman
kemur það hins vegar í ljós:
FRÚ LINDE: Ég hef lært að breyta skynsamlega. Lífið og hörð, beisk
nauðsyn hafa kennt mér það.
KROGSTAD: Og lífið hefur kennt mér að trúa ekki á orðagjálfur.
FRÚ LINDE: Þá hefur lífið kennt yður mjög holla lexíu. En á athafnir
hljótið þér þó að trúa? (185)
Krogstad trúir ekki lengur á orðagjálfur (talemáder)\Hann hefur lært að sjá í
gegnum orðavaðal annarra og hann hagar orðum sínum í samræmi við þá
hollu lexíu. í fyrsta þætti lýsir hann metnaði sínum t.d. svona:
Synir mínir eru að vaxa úr grasi; þeirra vegna verð ég að afla mér aftur
eins mikillar borgaralegrar virðingar og auðið er. Þessi staða í bank-
anum var mér fyrsta þrepið. Og nú ætlar maður yðar að sparka mér úr
tröppunum svo ég standi niðrí svaðinu sem fyrr. (148)
Hér talar bankamaður sem leggur kalt og raunsætt mat á mikilvægi góðs
orðspors. Hann blekkir sjálfan sig ekki um stöðu sína í samfélaginu. Hann
veit að hann þarf á virðingu samborgaranna að halda til að klifra aftur upp
tröppurnar; hann veit líka hvers vegna hann vill upp tröppurnar og hverju
hann vill kosta til þess. Aðrir stýra því ekki hvernig hann lýsir fýrir sjálfum sér
metnaði sínum og stöðu í samfélaginu. Álit samfélagsins er honum einungis
tæki til að komast áffam en ekki markmið í sjálfu sér. Þótt Krogstad meti
borgaralega virðingu mikils er hann ekki flæktur í almenningsálitið.
Einu gildir hvar við grípum niður í orðræðu Krogstads, alls staðar verður
sama nákvæmnin og staðfestan á vegi okkar. Jafhvel þar sem við erum ósátt-
ust við framkomu hans hljótum við að viðurkenna að það er hann, enginn
annar, sem stendur á bakvið eigin orð. í öðrum þætti verksins orðar hann t.d.
metnað sinn aftur:
Ég vil fá uppreisn, frú [Helmer];égvilkomast áfram [...] Égvilkom-
ast hærra [...] og fá stöðuhækkun [...]. (175)
Og orðaskipti Krogstad og frú Linde í þriðja þætti verksins einkennast einnig
af nákvæmni þeirra sem lausir eru undan sjálfsblekkingu:
Þegar ég misstiyður [frú Linde] var eins og jörðin gliðnaði undan fót-
um mér. Lítið á mig; nú er ég skipreika maður á flaki. (184)
48
www.malogmenning.is
TMM 2000:1