Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 61
ALVARLEGAR SAMRÆÐUR hugsað hann burt jafhvel þegar hann er ennþá á staðnum!15 Fyrri setningin grefur þannig algerlega undan þeirri seinni og snýr merkingu hennar á haus. I beinu framhaldi af þessum orðaskiptum fáum við síðan grátbroslegasta dæmið um merkingarleysi orða Helmers. Þetta eru síðustu orðin sem hann segir áður en ógæfan dynur yfir: [...] Veistu það, Nóra - oft hef ég óskað þú værir í yfirvofandi háska svo ég gæti hætt lífi mínu og öllu, öllu fyrir þig. (195) Nóra biður hann að lesa nú bréfin sín og þegar Torvald gerir það kemur í ljós að hann hefur enga stjórn á eigin orðum, bölvar Nóru í sand og ösku og dæmir hana gjörsamlega úr leik sem óhæfa móður, eiginkonu og manneskju. Síðan þegar hann fréttir að hættan sé liðin hjá hrópar hann af enn meiri geðshræringu: Jú, jú; það er rétt. Ég er sloppinn! Nóra, ég er sloppinn! Svar Nóru er eitt hið stysta og kaldhæðnislegasta í öllu leikritinu. NÓRA: Og ég? HELMER: Þú líka, auðvitað; við erum sloppin bæði tvö. (199) Það var einmitt þessi mikla gleði sem Strindberg taldi svo auðskiljanlega. Það er augljós ónákvæmni af hálfu Strindbergs að halda því fram að Helmer gleðjist yfir því að Nóra komist hjá því að lenda í tugthúsi, sem var einmitt til- efni þess að hann bað alla fjölskyldufeður að leggja hönd við hjartastað og setja sig í spor Helmers. Ef vel er að gáð fer hins vegar aldrei á milli mála að Helmer gleðst fyrst og fremst yfir því að hann, en ekki kona hans, er sloppinn við álitshnekkinn. f stað þess að samgleðjast konu sinni gleymir hann ein- faldlega vanda hennar drykklanga örlagastund.16 Afdrífaríkari er hins vegar sú ónákvæmni Strindbergs að hann virðist ekki átta sig á uppbyggingu leikritsins. Verkið miðar ekki að því að koma höggi á góðborgarann og fjölskylduföðurinn Helmer. Nærri lagi væri að segja að það lýsti og afhjúpaði ffoðusnakkinn Helmer. Verldð er þannig hugleiðing um mátt og máttleysi orða í siðferðilegu lífi. Það sýnir okkur hversu erfitt er að sjá í gegnum orðagjálfúr, rífa sig lausan undan lamandi mætti innihalds- lausra orða á borð við þau sem einkenna alla orðræðu Helmers. Slíkt orða- gjálfur er auðvitað hvorki bundið stöðu né samfélagsformi. Við íslendingar þekkjum t. d. eitt skoplegt dæmi af slíku úr Njálu af Birni bónda sem stóð að baki Kára. List Ibsens felst m.a. í því að gera orðagjálfur Helmers svo trúverð- ugt að hæglega má lesa verkið yfir án þess að veita því sérstaka eftirtekt. Stundum er það of augljóst til að við tökum eftir því en stundum fellur orða- TMM 2000:1 www.malogmenning.is 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.