Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 64
RÓBERT H. HARALDSSON
verður að gerast sé best að hafa engin orð og samræðu frú Linde og Krogstads
um orðagjálfur. En þetta birtist í fjölmörgu öðru. í lokaatriði leikritsins
klagar Nóra t.d. eftirfarandi uppá föður sinn og Helmer:
Þið [pabbi ogþú] hafið aldrei elskað mig. Ykkur fannst baragaman að
vera ástfangnir að mér. (202)
Þessi orð hafa verið tekin sem dæmi um vanþakklæti Nóru, að hún hugsi ein-
ungis um sjálfa sig.21 Og þannig bregst Helmer við. Nóra er hins vegar sér-
staklega nákvæm í orðavali sínu og ber greinilega skynbragð á orðræðu
Helmers. Þegar hér er komið sögu hefúr hún áttað sig á því að orð hans eru
sjálfhverf, ná ekki alla leiðina að viðfangsefninu, ef svo má segja. Raunar vísa
þau ekki einu sinni í áttina að því. Orðin skipta Helmer meira máli en við-
fangsefnið, viðfangsefhið stýrir ekki orðavalinu. Með sama hætti segir Nóra
hér að ástin (að elska) skipti þá meira máli en ástin (sú sem elskuð er). At-
hugasemd hennar er mjög í samræmi við frásagnaraðferð Ibsens.22
Nóra er ekki sú eina sem sér í gegnum Helmer. Krogstad, sem þekkt hefur
Helmer lengi, bendir sérstaklega á kjarkleysi hans:
Hann gerir það; ég þekki hann; hann þorir ekki að mögla. (176)
°g
Það hefði ekki verið líkt mínum góða Torvald að sýna svo mikla karl-
mannslund. - (173)
Og þegar Helmer loks viðurkennir hvers vegna honum sé illa við Krogstad,
segir Nóra:
Þú meinar ekkert með öllu þessu, Torvald. (165)
Setningin gæti á sinn hátt staðið sem yfirskriff nálega alls sem Torvald segir í
verkinu. Það er einmitt í þessu samhengi, þar sem setningin kemur fyrir, sem
hún á einna helst ekki við! Torvald reiðist orðum Nóru enda kemst hann
sennilega hvergi nær sannleikanum um sjálfan sig en einmitt þegar hann
ræðir tengsl sín við Krogstad.
Annað sem sýnir meðvitund verksins um bresti Helmers er hversu skarp-
ar andstæður koma í ljós séu orð hans borin saman við orð aukapersónanna
(síðar verður vikið sérstaklega að Nóru). Aðrar persónur hitta naglann iðu-
lega á höfuðið með eftirminnilegum hætti og þeim auðnast að segja sann-
leikann um sjálfar sig. Tilgreina má sem dæmi síðasta svar frú Linde í
eftirfarandi samræðu um eiginmann hennar sálugan.
54
www.malogmenning.is
TMM 2000:1