Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 70
RÓBERT H. HARALDSSON siðferðilegu ljósi samfélagsins. Þessi samræða á sér stað í lokauppgjöri Nóru og Helmers og má með sönnu segja að hún sé hápunktur verksins. Helmer hefur loksins lesið bréfið ff á Krogstad og veit nú allt um leyndarmál Nóru og fölsuðu undirskriftina. Hann æðir að Nóru og spyr hana: Satt! Er það satt sem hann skrifar? Hræðilegt! Nei, nei; það er óhugs- andi að þetta geti verið satt. (196) Svar Nóru kann að koma lesandanum í opna skjöldu og hann þarf dálida stund til að átta sig á því. Hún segir: Það er satt. Ég hef elskað þig heitar en allt annað í heiminum. (196) Hafi lesandinn ekki veitt athygli þeirri samræðu á bak við samræðuna sem átt hefur sér stað í verkinu fram að þessu, hlýtur hann að skoða svar Nóru sem afsökun, tilraun hennar til að réttlæta athæfi sitt. Þá liggur beint við að lesa orð hennar eitthvað á þessa leið: „Já, þetta er því miður satt en ég gerði það vegna þess að ég elskaði þig heitar en allt annað í heiminum. Það var mín afsökun." En þetta er mjög „móralskur“ lestur sem einungis sér yfirborðið og getur á þessari stundu ekki ímyndað sér annað en viðbrögð samfélagsins við athæfi Nóru. En Nóra er ekki með hugann við viðbrögð samfélagsins, refsivönd siðferðisins.29 í hennar augum hefur Helmer loksins fengið áþreifanlega staðfestingu á ást hennar. Við megum ekki gleyma því að Hel- mer er nýbúinn að lýsa því yfir að hann sé maður til að taka allt á sig, hætta öllu fyrir Nóru. Viðbrögð Helmers eru hins vegar í fullkomnu samræmi við móralskan lestur á orðum Nóru. O, reyndu ekki að vera með asnaleg undanbrögð. (196)30 Næstu augnablik í samræðunni sýna svo ekki verður um villst hvernig Nóra og Helmer tala í kross: NÓRA eitt skref í átt til hans: Torvald -! HELMER: Þú vesæl manneskja - hvað hefurðu gert! NÓRA: Leyfðu mér að fara. Þú átt ekki að gjalda mín. Þú átt ekki að taka mína sök á þínar herðar. (197) Síðan rennur að fullu upp fyrir Nóru hvaða augum Helmer lítur athæfi hennar og að hún þurfi beinlínis að afsaka það. HELMER: Engin látalæti. [...] Þú verður hér kyrr og stendur fýrir máli þínu. Skilurðu hvað þú hefur gert? Svaraðu mér! Skilurðu það? 60 www.malogmenning.is TMM 2000:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.