Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 81
Baldur Hafstað
Uppgjör í hömrum
Lína dregin frá Einari Benediktssyni til Kambans og Laxness
I. Laxness og Einar Ben.
Halldór Laxness ræðir um skáldskap Einars Benediktssonar í endurminn-
ingabókinni Úngur eg var sem út kom árið 1976. Reyndar er sagt á kápu að
um skáldverk sé að ræða, „skáldverk um minningar höfundar frá árinu
1919“. Segja má að dómur Laxness um skáldskap Einars Benediktssonar sé
allsérkennilegur og hið sama á við um það sem hann skrifar um manninn
sjálfan og fjölskyldu hans eftir lausleg kynni veturinn 1924-1925.
Þann 29. janúar 1977 getur Jóhann Friðriksson frá Efri-Hólum sér þess til
í Morgunblaðinu að minnimáttarkennd unglingsáranna hafi hrakið Laxness
út í þessi skrif, „honum með öllu ósamboðin, um þjóðskáldið, glæsimennið
og snillinginn“. Þann 12. mars sama ár birtist síðan athyglisverð grein í sama
blaði vestan úr Kaliforníu. Þar hrekur dóttir Einars Benediktssonar, Katrín
Hrefna, nánast hverja fullyrðingu Laxness um fjölskyldu hennar. Hún styður
mál sitt m.a. með því að vitna í orð bróður síns sem einnig bjó í Kaliforníu.
Laxness svaraði ekki þessari óvæntu kveðju. Vissulega gat hann skýlt sér á
bak við fullyrðinguna á bókarkápu: að þetta væri „skáldverk". En óþægileg
var kveðjan. Vera má að nóbelsskáldið hafi talið að enginn annar en hann
væri lengur til frásagnar um hina löngu liðnu atburði.
Úngur eg var hefst þegar Laxness er að fara „útí þennan fræga heim“,
sautján ára. Fyrsta bók hans, Barn náttúrunnarer rétt ókomin út. Þegar Lax-
ness rifjar þennan tíma upp er Einar Benediktsson honum ofarlega í huga;
einn lengsti kafli bókarinnar er helgaður honum, jafnvel þótt efni hans eigi
ekki nema að litlu leyti við þann tíma sem til umfjöllunar er, þ.e. árið 1919.
En hvernig má það þá vera að Laxness leggi sérstaka lykkju á leið sína til að
fjalla um Einar í bók sem geymir minningar frá útgáfuári Barns náttúr-
unnari Athugasemdir hans árið 1976 eru vissulega ekki þess eðlis að maður
geti ímyndað sér að hann hafi sótt neitt í smiðju til skáldjöfursins:
... á aungu skeiði ævinnar híngatil hefur kvæði einsog Útsær verkað á
mig öðruvísi en viðhafharmikið bull. (89)
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
71