Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 87
UPPGJÖR í HÖMRUM seinna í Reykjavík. Leikurinn fjallar um Hrafnhildi (Höddu Pöddu), ástir hennar og örlög. Elskhuginn Ingólfur svíkur hana og hallar sér að systur hennar, léttlyndri og frjálslegri. f lokaþætti sígur Hrafnhildur í vað niður í hamra, að eigin sögn til að leita að perlubandi, ættargrip sem hún segist hafa misst niður af brúninni. En ætlun hennar er að stytta sér aldur og draga Ingólf með sér í fallinu. Honum tekst að bjarga sér ffá falli þar sem hann heldur í vaðinn á brúninni. En þegar Hrafnhildur nálgast hann við bjarg- brúnina bregður hún hníf á vaðinn og lætur sig falla í hengiflugið.2 Hamar- inn var áður búinn að koma við sögu í verkinu; Ingólfur hafði m.a. sigið í hann og lagt líf sitt í hendur unnustunnar sem þá hélt ein í vaðinn. Tveimur árum eftir frumsýningu Höddu Pöddu birtist í Skírni smásagan Dúna Kvaran eftir sama höfund. Þar segir frá dramblátri og menntaðri sýslumannsdóttur sem heillar umhverfi sitt: „Fuglarnir sungu nafn hennar“ (378 og 390). Hún kemur heim á Bólstað eft ir dvöl í fr amandi löndum. Nafn- kunnur málari er í kunningsskap við hana og kemur í byggð hennar til að veiða lax. Ungur læknir, dr. Ingvar Espólín, sem alist hafði upp í fátækt í ná- grenninu, heillast af henni og þau hittast á köldu en fögru vorkvöldi í brattri kleif og ræða heimspekileg efni og eru ósammála. Einbeittir viljar þeirra ganga á hólm; hann tekur hana til sín og kyssir hana - fýrsti maðurinn sem dirfst hefur að gera það. Hún hrindir honum frá sér og hann hrapar fram af klettabrún en grípur í hvönn sem fýrir verður - og Fóstbrœðra saga kemur sem snöggvast upp í hugann. Þau Dúna og dr. Espólín ræðast við; hann bug- ast ekki þótt útlitið sé ískyggilegt. En eftir að henni er runnin reiðin hraðar hún sér niður með gilinu og reytir upp mosa og gras og setur í hrúgu. Loks af- klæðist hún og leggur öll föt sín ofan á binginn. Læknirinn sér í kvöldsólinni kvenlíkan úr marmara og gulli; hann fellur niður og brotnar á báðum fótum en heldur lífi. I kjölfar þessa atviks fær Dúna lungnabólgu og er flutt til Reykjavíkur þar sem hún liggur allt sumarið. Hann vitjar hennar á sjúkra- húsinu þegar hann kemst á stjá og þau fallast í faðma. Athygli vekur að Kamban skuli nýta sér hamrana á þennan hátt í tveimur verkum frá svipuðum tíma. Bent hefur verið á að slíkt beri vott um hug- myndaskort. Og Lárus Sigurbjörnsson vakti á því athygli í Skírni 1945 að bæði leikrit og saga Kambans ættu sér efnislega fyrirmynd í Valshreiðri Ein- ars Benediktssonar. Helga Kress vill að vísu ekki gera mikið úr þessum áhrif- um (41 ).3 En vel virðast orð Lárusar um Kamban eiga við í þessu samhengi: Myndin sem við nú hljótum að gera oss af höfundinum er af óvenju- lega næmgeðja ungum manni, gáfuðum og framgjörnum, ekki hug- myndaríkum frekar en oft er um viljasterka menn, en svo ákafa hrifhæmum að bregður til ljósnæmi kvikmyndaræmu. (26-27) TMM 2000:1 www.malogmenning.is 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.