Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 87
UPPGJÖR í HÖMRUM
seinna í Reykjavík. Leikurinn fjallar um Hrafnhildi (Höddu Pöddu), ástir
hennar og örlög. Elskhuginn Ingólfur svíkur hana og hallar sér að systur
hennar, léttlyndri og frjálslegri. f lokaþætti sígur Hrafnhildur í vað niður í
hamra, að eigin sögn til að leita að perlubandi, ættargrip sem hún segist hafa
misst niður af brúninni. En ætlun hennar er að stytta sér aldur og draga
Ingólf með sér í fallinu. Honum tekst að bjarga sér ffá falli þar sem hann
heldur í vaðinn á brúninni. En þegar Hrafnhildur nálgast hann við bjarg-
brúnina bregður hún hníf á vaðinn og lætur sig falla í hengiflugið.2 Hamar-
inn var áður búinn að koma við sögu í verkinu; Ingólfur hafði m.a. sigið í
hann og lagt líf sitt í hendur unnustunnar sem þá hélt ein í vaðinn.
Tveimur árum eftir frumsýningu Höddu Pöddu birtist í Skírni smásagan
Dúna Kvaran eftir sama höfund. Þar segir frá dramblátri og menntaðri
sýslumannsdóttur sem heillar umhverfi sitt: „Fuglarnir sungu nafn hennar“
(378 og 390). Hún kemur heim á Bólstað eft ir dvöl í fr amandi löndum. Nafn-
kunnur málari er í kunningsskap við hana og kemur í byggð hennar til að
veiða lax. Ungur læknir, dr. Ingvar Espólín, sem alist hafði upp í fátækt í ná-
grenninu, heillast af henni og þau hittast á köldu en fögru vorkvöldi í brattri
kleif og ræða heimspekileg efni og eru ósammála. Einbeittir viljar þeirra
ganga á hólm; hann tekur hana til sín og kyssir hana - fýrsti maðurinn sem
dirfst hefur að gera það. Hún hrindir honum frá sér og hann hrapar fram af
klettabrún en grípur í hvönn sem fýrir verður - og Fóstbrœðra saga kemur
sem snöggvast upp í hugann. Þau Dúna og dr. Espólín ræðast við; hann bug-
ast ekki þótt útlitið sé ískyggilegt. En eftir að henni er runnin reiðin hraðar
hún sér niður með gilinu og reytir upp mosa og gras og setur í hrúgu. Loks af-
klæðist hún og leggur öll föt sín ofan á binginn. Læknirinn sér í kvöldsólinni
kvenlíkan úr marmara og gulli; hann fellur niður og brotnar á báðum fótum
en heldur lífi. I kjölfar þessa atviks fær Dúna lungnabólgu og er flutt til
Reykjavíkur þar sem hún liggur allt sumarið. Hann vitjar hennar á sjúkra-
húsinu þegar hann kemst á stjá og þau fallast í faðma.
Athygli vekur að Kamban skuli nýta sér hamrana á þennan hátt í tveimur
verkum frá svipuðum tíma. Bent hefur verið á að slíkt beri vott um hug-
myndaskort. Og Lárus Sigurbjörnsson vakti á því athygli í Skírni 1945 að
bæði leikrit og saga Kambans ættu sér efnislega fyrirmynd í Valshreiðri Ein-
ars Benediktssonar. Helga Kress vill að vísu ekki gera mikið úr þessum áhrif-
um (41 ).3 En vel virðast orð Lárusar um Kamban eiga við í þessu samhengi:
Myndin sem við nú hljótum að gera oss af höfundinum er af óvenju-
lega næmgeðja ungum manni, gáfuðum og framgjörnum, ekki hug-
myndaríkum frekar en oft er um viljasterka menn, en svo ákafa
hrifhæmum að bregður til ljósnæmi kvikmyndaræmu. (26-27)
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
77