Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Qupperneq 99
TÖFRARA UNSÆI í ÍSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM
völdum en einhvers staðar djúpt í hugskoti hans leynist efinn. Hvað nú ef
Gunnvör er komin á stúfana? Lesandinn lifir sig inn í efasemdir Bjarts í
myrku heiðarkotinu þar sem heyrast alls kyns undarleg hljóð sem enginn
mannleg vera fær skilgreint. Og það er auðvelt að verða hræddur í öllu þessu
myrkri og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Bjartur heldur aftur af sér en það gerir Rósa ekki. Hún er hrædd og miður
sín frá fyrstu stundu í Sumarhúsum, ekki bara við myrkrið heldur líka við
Bjart. Og í tengslum við þá hræðslu skapar höfundur senu sem er líkt og sag-
an af Gunnvöru, saga í sögunni. Saga sem brýtur upp raunsæið og ljær verk-
inu ævintýralegan blæ.
Þegar sagan hefst er Rósa ófrísk og eftir því sem lengra líður á meðgöng-
una því hungraðri verður hún. Hana langar í nýmeti, í ferskt kjöt og mjólk en
Bjarti finnst hún ekkert of góð til að borða úldnar afurðir! Þegar Bjartur fer í
göngur um haustið notar hún tækifærið og slátrar kind sem Bjartur hefur
skilið eftir henni til huggunar í einverunni, bútar hana niður, matbýr og
borðar með áfergju! Þegar Bjartur kemur heim vill hann vita hvað hafi orðið
um kindina en Rósa þykist ekkert vita, hún er of hrædd við Bjart til að segja
sannleikann. Sennilega veit Bjartur innst inni hvernig í öllu liggur en samt
sem áður ákveður hann að leita að kindinni og hverfur út í vetrarkuldann.
Hann gengur yfir holt og hæðir í hríðarkófi og kulda en enga finnur hann
kindina. Hins vegar kemur hann auga á nokkur hreindýr og ákveður að kló-
festa tarfinn. Hefur hann engar vöflur á heldur hendir sér á tarfinn. En tarf-
urinn er ekki á því að láta kotungsbónda buga sig og æðir með Bjart á baki sér
„beint útí Jökulsá, og þegar á hrokbullandi sund.“14 :
Tók boli stundum dýfur miklar í straumköstunum, og gekk þá vatnið
Bjarti uppað höku og var óbærilega kalt, og sundlaði hann mjög, vissi
ekki hvort mundi fyr að hann misti meðvitundina, eða tuddi tæki þá
dýfu sem riði honum að fullu.15
Endalokin verða þau að Bjartur sætir lagi, sleppir hornum hreindýrsins, hef-
ur sig upp úr vatninu og hendir sér yfir á næfurþunna ísskör sem brotnar
undan þunga hans en samt tekst honum að krafla sig í land!
Það er ekki bara þessi ótrúlegi atburður sem Ijær sögunni töffaraunsæjan
blæ heldur allt sem á eftir kemur. Skyndilega fær kotbóndinn Bjartur sem er
þjakaður af striti, ofurmannlegan kraft líkt og hetjur fornsagnanna og held-
ur sér stokkffeðnum á lífi með því að kveða rímur og grafa sig í fönn. Þetta er
að mínu viti hreint og klárt minni úr íslendingasögum þar sem venjulegir
menn ffemja hinar ótrúlegustu hetjudáðir. En sá er munurinn að hjá Hall-
dóri má greina írónískan tón sér í lagi þegar Bjartur er í ánni enda kemur á
TMM 2000:1
www.malogmennmg.is
89