Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 109
TÖFRARAUNSÆl í ÍSLENSKUM SAMTÍMASKÁLDSÖGUM
Það sem Marie-Sophie þarf að þola af völdum Karls Maus sýnir á hrotta-
fenginn hátt að alltaf verður gjá á milli þess sem maðurinn þráir og þess sem
hann upplifir.
Lokaorð
Augu þín sáu migsýmr glöggt hve vandmeðfarin bókmenntahugtök eru og hve
erfitt getur reynst að flokka bækur eftir fyrirframgefnum lögmálum sem eru
kannski engin lögmál þegar allt kemur til alls. Töffaraunsæi er mjög vand-
meðfarið og sleipt hugtak og þegar kemur að skilgreiningum sýnist sitt hverj-
um. Það sem einn segir vera fantasíu segir annar vera töff araunsæi og öfugt og
það virðist fara eff ir túlkunarleiðum hvorum megin línunnar bókmenntirnar
lenda. Hugtakið er sumsé enn á reiki og ótal spurningum ósvarað.
Ég hef hér bundið umræðu mína við íslenskar nútímabókmenntir en er
töfraraunsæi nútímahugtak, bundið nútímabókmenntum eingöngu? f
fslendingasögum er goðsögum, töfraraunsæi og fantasíu blandað saman í
ofúrraunsæjum sögum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og Borges hélt því
fram að fornögurnar væru mikilvægasta uppspretta ímyndunarafls hans.
Svo enn og aftur erum við komin að þessari ergilegu og ruglandi spurningu
um hænuna og eggið eða því upphaflega og effirlíkingunni sem gerir allt svo
fiókið - og skemmtilegt. Eða hvað ... ?
Heimildaskrá
Árni Sigurjónsson. 1987: Laxness og þjóðlífið. Frá Ylfíngabúð til Urðarsels. Vaka-Helgafell,
Reykjavík.
Ástráður Eysteinsson. 1987: „Syndaflóð sagnaheims“. Skírnir. Tímarit hins íslenska bók-
menntafélags. Reykjavík.
Danow, K. David. 1995: The Spirit of Carnival. Magical Realism and the grotesque. The Uni-
versity Press of Kentucky.
Einar Már Guðmundsson. 1986: Eftirmáli regndropanna. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Faris, B Wendy. 1995: „Scheherazade’s Children: Magical Realism and Postmodern Fiction."
Magical Realism. Theory, History, Community. Duke University Press, Durham and
London, 1995.
Flores, Angel. 1995: „Magical Realism in Spanish American Fiction". MagicalRealism. Theory,
History, Community. Duke University Press, Durham and London.
Foreman, Gabrielle. 1995: „Past-On Stories: History and the Magically Real, Morrison and
Allende on Call.“ Magical Realism. Theory, History, Community. Duke University Press,
Durham and London.
Halldór Laxness. 1987: Sjálfstætt fólk. Vaka-Helgafell, Reykjavík.
Huet, Marie-Hélene. 1993: „Misconceptions.“ Monstrous Imagination. Harvard University
Press, Cambridge, Massachusets, London, England.
Hume, Kathryn. 1984: Fantasy and Mimesis, Responses to Reality in Western Literature. Met-
huen, New York and London.
TMM 2000:1
www.malogmenning.is
99